Má frysta egg?

Hvernig er best að frysta egg?
Hvernig er best að frysta egg? mbl.is/moyerschicks.com

Egg fara mishratt úr ísskápnum hjá okkur og enda þvi miður í tunnunni ef við náum ekki að njóta þeirra fyrir síðasta söludag. En má frysta egg, myndu eflaust einhverjir spyrja?

Það má frysta egg, en þó ekki í heilu lagi í skurninni. Hér er því upplagt að frysta eggjarauðurnar sér og hvíturnar sér. Kemur sér vel í næsta bakstri. En athugið að gott er að salta aðeins rauðurnar áður en þær eru settar í frystinn, til að þær endist betur.

mbl.is