Krispí og gott salat með grilluðum kjúklingalærum og stökkri parmaskinku

mbl.is/Linda Ben

Það er nákvæmlega ekkert við þetta kjúklingasalat sem getur klikkað. Hér erum við með kjúkling, stökka parmaskinku, avókadó, klettasalat svo ekki sé minnst á mosarellaperlurnar.

Hreinræktaður unaður að hætti Lindu Ben.

Ferkst salat með grilluðum kjúklingalærum og stökkri parmaskinku

  • 4 stk. úrbeinuð kjúklingalæri
  • Kjúklingakrydd
  • 8 sneiðar parmaskinka
  • 2 dl kirsuberjatómatar
  • 200 g ruccola salat
  • 2 avocadó
  • ¼-½ lítil gul melóna
  • 1 dl mosarella perlur
  • Graskersfræ, ristuð
  • Salt og pipar

Dressing

  • 1 dl Balsamikedik
  • 1 dl ólífuolía
  • 2 tsk. dijon sinnep
  • 2 msk. ferskt basil, hakkað
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C. Kryddið kjúklingalærin og bakið þau í ofni í u.þ.b. 20 mín. eða þar til þau eru bökuð í gegn. Skerið tómatana í helminga og raðið á eldfast mót, setjið ólífuolíu og salt yfir, bakið inn í ofni þar til þeir eru búnir að mýkjast vel. Steikið parmaskinkuna á pönnu á báðum hliðum þar til stökk.
  2. Raðið ruccola-salati á diska, skerið avocadóin í helminga, svo í sneiðar, skerið melónuna í bita og raðið á diskana.
  3. Ristið graskersfræ á pönnu og raðið á diskana líka ásamt mosarellaperlum.
  4. Skerið kjúklinginn í sneiðar og parmaskinkuna líka, raðið á diskana ásamt tómötunum.
  5. Útbúið dressinguna með því að setja öll innihaldsefni í krukku, hristið vel saman og setjið yfir salatið eftir smekk. Kryddið svo með salti og pipar eftir smekk.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert