Sjúklega spennandi útgáfa af taco

mbl.is/Eva Laufey

Þetta er aðferð sem er ekki notuð á mörgum heimilum en ætti svo sannarlega að vera það. Hér erum við með taco a la Eva Laufey og eins og við höfum áður sagt þá komast fáir með tærnar þar sem Eva Laufey hefur hælana. 

Hér hefur Eva brugðið á það ráð að steikja tortilla-pönnukökuna og OMG (afsakið) hvað það kemur vel út. 

Matarbloggið hennar Evu er hægt að nálgast HÉR.

Bragðmikil kjúklingalæri á stökkri tortilla-vefju

Uppskrift miðast við fjóra

  • 800 g kjúklingalæri, beinhreinsuð

  • 2 msk. ólífuolía

  • 1/2 límónu, börkur og safi

  • 2 tsk. paprikuduft

  • 1 tsk. kummin

  • 1 tsk. kjúklingakrydd

  • 1 tsk. allrahandakrydd

  • Salt og pipar

  • 1 rauð paprika

  • 1 laukur

  • Tortillavefjur

  • Ferskt salsa, uppskrift hér að neðan

  • Hreinn fetaostur

  • Kóríander

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 200°C (blástur).

  2. Setjið kjúklingakjötið í skál ásamt ólífuolíu og þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Kreistið safann úr límónu yfir og rífið börkinn sömuleiðis yfir. Gott er að leyfa kjúklingakjötinu að liggja í marineringunni í svolitla stund í kæliskáp ef þið hafið tíma.

  3. Leggið kjúklinginn í eldfast mót, skerið papriku og lauk og dreifið yfir kjúklingakjötið. Setjið réttinn inn í ofn við 200°C í 25 mínútur.

  4. Berið kjúklinginn fram með stökkri tortilla-vefju sem þið steikið upp úr olíu, fersku salsa, hreinum fetaosti og smátt söxuðum kóríander.

Ferskt salsa

  • 2 tómatar, kjarnhreinsaðir

  • 1/2 laukur

  • 1 lárpera

  • 1/4 tsk. chili

  • Salt og pipar

  • 1 msk. ólífuolía

  • 1/2 límóna

Aðferð:

  1. Saxið tómata, lauk og lárperu smátt og setjið í skál.

  2. Saxið chili mjög smátt og bætið út í ásamt ólífuolíu og límónusafa.

  3. Kryddið til með salti og pipar.

  4. Geymið í kæli þar til þið berið það fram.

mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert