Kjúklingarétturinn sem öll fjölskyldan er sólgin í

mbl.is/María Gomez

Það eru fáir sem hafa tærnar þar sem María Gomez á Paz.is hefur hælana þegar kemur að matargerð. Hér er hún með BBQ twister með kornflex-kjúklingi sem ætti að slá í gegn á hverju heimili.

Sjálf segir María að það allra besta við þennan rétt sé að ekki þurfi að djúpsteikja kjúklinginn heldur sé nóg að velta honum upp úr kornflexi og setja hann beint í ofninn.

BBQ twister

Í BBQ twister fyrir 6 manns þarf

  • 800 gr. úrbeinuð læri
  • 6 bollar mulið kornflakes
  • 1/2 bolli hveiti
  • 4 egg
  • 2 tsk. salt
  • 2 tsk. cayenne-pipar
  • 2 tsk. þurrkað timian
  • 1-2 pakka af Mission Wraps með grillrönd
  • 2 bollar af Classic eða Sweet BBQ sósu frá Heinz
  • Lambahagakál í potti
  • 1 box kirsuberjatómata
  • Cooking sprey

Piparmajónessósa:

  • 2 dl Heinz majónes
  • 2 tsk. sítrónusafi beint úr ávextinum
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 1/2 tsk. borðsalt

Aðferð:

  1. Setjið hveiti í eina skál og mulið kornflakes í aðra
  2. Hrærið eggjunum saman ásamt 2 tsk. salt, 2 tsk. cayenne-pipar og 2 tsk. þurrkað timian í þriðju skálina
  3. Hitið ofninn í 210°C blástur
  4. Skerið svo kjúklinginn í minni bita, eins og langa gúllasbita
  5. Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr kornflakesi
  6. Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og spreyið á pappann með Cooking sprey-i
  7. Setjið svo í ofn í 25-30 mínútur og útbúið grænmetið og piparmajóið á meðan
  8. Skerið tómatana í pínulitla bita (svona eins og er í salsasósum), skerið svo kálið
  9. Í piparmajóið er öllu hrært saman þ.e. majónesi, pipar, salti og sítrónusafa
  10. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er BBQ-sósu hellt yfir hann á bökunarplötunni og hrært vel saman (má sleppa ef þið viljið ekki BBQ)
  11. Síðan er vefjan sett saman með því að smyrja á hana piparmajó, setja svo kál og tómata og að lokum kjúklinginn og rúlla upp
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert