Kjúklingur í basil-parmesansósu

mbl.is/Íris Blöndahl

Þessi uppskrift að kjúklingi þykir algjört sælgæti. Það er engin önnur en Íris Blöndahl á

GRGS.is

sem á heiðurinn af henni en hér er hún innblásin af því besta sem ítölsk matargerð hefur upp á að bjóða.

Kjúklingur í basil-parmesansósu
  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri (ég nota Rose Poultry)
  • 200 g matreiðslurjómi
  • 40 g parmesanostur
  • ½ teningur kjúklingakraftur
  • 3 hvítlauksrif
  • Ein lúka fersk basilíka
  • 60 g sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

1. Steikið kjúklingalæri á pönnu í 16 mínútur eða þar til þau verða fullelduð og setjið salt og pipar eftir smekk

2. Skerið sólþurrkaða tómata í litla bita

3. Pressið hvítlauksrifin

4. Raspið parmesanostinn

5. Saxið basilíku

6. Blandið þessu öllu saman ásamt rjómanum í pott og bræðið saman

7. Berið sósuna fram með kjúklingnum

mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is/Íris Blöndahl
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »