Kjúklinga-crepes sem krakkarnir elska

mbl.is/María Gomez

Hér er æðisleg uppskrift sem er ótrúlega skemmtilegt að elda. Hún er líka þeim ótvíræða kosti gædd að öll fjölskyldan elskar hana.

Það er María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að uppskriftinni en eins og við vitum þá klikkar hún ekki þegar kemur að því að galdra fram góðgæti sem gleður fjölskylduna.

Crepes/pönnukökur

  • 3 dl hveiti

  • 1/2 tsk. lyftiduft

  • 1 msk. sykur

  • 1/4 tsk. salt

  • 1 tsk. þurrkað timian

  • 2 egg

  • 4-5 dl mjólk

  • 25 gr. bráðið smjörlíki

  • smá svartur pipar

Aðferð:

  1. Smjörlíki brætt og látið kólna

  2. Þurrefni sigtuð saman í skál

  3. Helmingi af mjólk bætt út í og hrært þar til kekkjalaust

  4. Eggin eru látin í og síðan það sem eftir er af mjólkinni ásamt timian og pipar

  5. Að lokum er smjörlíki hrært saman við

  6. Hitið helst pönnukökupönnu við miðlungshita og bakið líkt og hefðbundnar pönnukökur

  7. þessar mega alveg vera þykkari og því þarf ekkert að rembast við að hafa þær sem þynnstar

Fylling

  • 400 gr. úrbeinuð læri + olía til steikingar, salt, pipar og ykkar uppáhaldskjúklingakrydd

  • 1 poki Tilda Basmati-grjón

  • 150 gr. sveppir+ smjör til steikingar

  • Rauð papríka

  • Fetaostur

  • Púrrulaukur

  • Klettasalat

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingin í gúllasbita og steikið með olíu á pönnu og saltið, piprið og kryddið

  2. Sjóðið grjónin eftir leiðbeiningum

  3. Steikjið sveppina á pönnu upp úr smjöri og saltið ögn

  4. Skerið grænmetið í litla bita allt nema klettasalatið

  5. Setjið nú allt í skálar og berið á borðið ásamt pönnukökunum og sinnepssósunni góðu

Sinnepssósan

  • 1,5 dl light mayones frá Heinz

  • 2 msk. Sweet mustard frá Heinz

  • 2 msk. hunang

Aðferð:

  1. Hrærið upp majonesið

  2. Bætið svo hunangi og sinnepi út í og hrærið vel saman

  3. Gott að kæla meðan hitt er útbúið

mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert