Grillað lambaprime í sætri chili-sósu

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Lambaprime er með betri bitum sem hægt er að grilla og hér gefur að líta uppskrift með austurlensku ívafi sem er algjörlega upp á tíu. Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS sem á heiðurinn að þessari snilld.

Grillað lambaprime í sætri chili-sósu

  • 1 kg lambaprime frá Norðlenska
  • 1 dl appelsínusafi
  • 1/2 dl sweet chili-sósa
  • 2 msk. soya-sósa
  • 2-3 hvítlauksrif
  • salt
  • pipar

Aðferð:

  1. Setjið appelsínusafa, chili-sósu, soya-sósu og pressuð hvítlauksrif saman í skál og hrærið. Saltið og piprið.
  2. Setjið kjötið í poka með rennilás og hellið marineringunni þar í. Leyfið að marinerast helst yfir nótt.
  3. Takið kjötið út nokkrum klukkutímum fyrir eldun og leyfið því að standa við stofuhita.
  4. Grillið með kjöthitamæli þar til kjötið hefur náð 52° C.
  5. Takið af grillinu og leyfið að standa í 10-15 mínútur áður en kjötið er skorið.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert