Grillaðar rækjur í sítrónu- og engiferkryddlegi

Rækjur eru stórkostlega vanmetið hráefni en hér gefur að líta uppskrift sem ætti að æra hvaða bragðlauk sem er.

Grillaðar sítrónu- og engiferkryddlagðar rækjur með kraumandi sítrónugras- og chilisósu

  • Börkur af einni límónu 
  • Safi úr tveimur ferskum appelsínum 
  • 2 vorlaukar (hvíti og græni hlutinn), skornir í þunnar sneiðar 
  • 2 msk. hunang 
  • 5 sentimetra biti af fersku engiferi, flysjað og þunnsneitt 
  • ½ tsk. kosher-salt 
  • ½ tsk. nýmalaður, svartur pipar 
  • 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar

Blandaðu öllu saman í skál og þeyttu saman. Settu kryddlöginn í skál (eða renniláspoka) með rækjunum. Láttu þær standa í a.m.k. klukkustund fyrir grillun.

Hráefni í sítrónugras- og chilisósuna

  • 1 ½ bolli saxaður skalottulaukur 
  • ¼ bolli flysjað ferskt engifer 
  • 2 grænir chilipiparávextir, sneiddir og fræhreinsaðir 
  • 1 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður  
  • ¾ bolli flysjað og saxað engifer 
  • 3 msk. saxað sítrónugras 
  • 6 macadamia-hnetur 
  • 2 msk. túrmerik 
  • 2 þéttfullar msk púðursykur 
  • 1 msk. paprika 
  • 1 tsk. malað kóríander 
  • 4 saxaðir hvítlauksgeirar 

 

  • 2 msk. ólífuolía 
  • 1 bolli vatn 
  • 1 lárviðarlauf 
  • 110 grömm rjómaostur 
  • 1 bolli rjómi 

 

Settu allt á efri hráefnislistanum í matvinnsluvél, en ekki ólífuolíu, vatn, lárviðarlauf, rjómaost og rjóma. Láttu vélina ganga þar til úr verður þykkt mauk. 

Settu ólífuolíuna í pott við miðlungs- til háan hita. Bættu maukinu úr matvinnsluvélinni út í pottinn og hrærðu þar til það brúnast lítillega og er farið að ilma. Bættu vatninu og lárviðarlaufinu saman við. Lækkaðu hitann ögn og láttu krauma í 4 mínútur þar til megnið af vatninu er gengið inn í maukið en það er enn slétt og rjómakennt. Flyttu yfir í skál og fjarlægðu lárviðarlaufið. Þeyttu rjómaostinn saman við og bættu svo rjómanum varlega saman við.  

Settu í skál og láttu kólna. 

 

Hráefni í rækjupinnana: 

  • 12 pillaðar og hreinsaðar risarækjur með sporði, kryddlagðar í sítrónu- engiferkryddlegi.  
  • 12 bambus- eða viðargrillpinnar, látnir liggja í vatni í a.m.k. 30 mínútur.  

Aðferð:

Taktu rækjurnar upp úr kryddleginum og þræddu upp á pinnana. Grillaðu við háan hita í 2 mínútur á annarri hliðinni, snúðu svo og grillaðu í 2 mínútur á hinni þar til rækjurnar verða bleikar. Berðu fram með suðrænu salati og kraumandi sítrónugras- og chilisósu.

mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert