Fiskur og franskar sem krakkarnir elska

Ein alveg skotheld uppskrift að fisk og frönskum.
Ein alveg skotheld uppskrift að fisk og frönskum. mbl.is/Betina Hastoft

Hér bjóðum við upp á eina þá bestu „fish and chips“-uppskrift sem þú munt prófa. Þessi frábæri réttur er sívinsæll bæði hjá börnum og fullorðnum, enda ekki að ástæðulausu.

Uppáhalds „fish and chips“-uppskriftin

Deig:

  • 200 g hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • Salt og pipar
  • 2¾ dl bjór

Djúpsteiktur þorskur:

  • 500 g þorskur
  • ½ dl hveiti
  • Olía til steikingar

Franskar:

  • 4 bökunarkartöflur
  • ½ msk. ólífuolía
  • 1½ tsk. salt
  • 1 tsk. þurrkað rósmarín

Baunapuré:

  • 250 g frosnar baunir
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • 1 msk. skyr
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • Salt og pipar

Annað:

  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 50 g salat
  • 1 sítróna

Aðferð:

Deig:

  1. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og pipar saman í skál. Pískið bjórinn út í með pískara þar til deigið er orðið slétt og fínt. Látið hvíla í skál í 1 tíma við stofuhita.

Djúpsteiktur þorskur:

  1. Skerið þorskstykkin í munnbita. Hellið hveiti í skál og veltið þorsknum upp úr.
  2. Hellið olíu í stóran pott og hitið. Þú getur stungið með trépinna ofan í pottinn til að athuga hvort olían sé orðin nógu heit, en þá „frussast“ hún í kringum pinnann ef hún er tilbúin.
  3. Leggið þorskbitana varlega ofan í og ekki of marga í einu. Steikið í 5-6 mínútur þar til gylltir og gegnumsteiktir.
  4. Leggið á eldhúspappír og leyfið fitunni að leka af.

Franskar:

  1. Skrælið kartöflurnar og skerið svo í langar ræmur. Leggið kartöfluræmurnar í skál með ísköldu vatni í 30 mínútur. Þurrkið þær vel með hreinu viskastykki.
  2. Hitið ofninn í 200°. Veltið kartöflunum upp úr olíu, salti og rósmarín og dreifið úr á bökunarplötu á bökunarpappír, þannig að þær snerti ekki hver aðra.
  3. Bakið í ofni í 40-45 mínútur þar til gylltar og stökkar. Munið að velta þeim aðeins á leiðinni.

Baunapuré:

  1. Leggið frosnu baunirnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir. Látið standa í 2 mínútur þar til þær eru þiðnaðar í gegn. Sigtið þá vatnið frá og maukið þær með töfrasprota.
  2. Hrærið saman við pressaðan hvítlauk og skyr og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.

Annað:

  1. Berið steiktan fiskinn fram með frönskum kartöflum, baunapuré, salati og sítrónubátum. Stráið sjávarsalti yfir fiskinn og frönskurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert