Kjötsúpa sem svíkur engan

mbl.is/Thelma Þorbergsdóttir

Kjötsúpur eru dásamlegt fyrirbæri - ekki síst þegar fer að hausta og nóg er til að gómsætu lambakjöti. Hér er uppskrift sem er afar skemmtileg en hún innheldur ekki þessar hefðbundnu súpujurtir heldur er notast við kraft og síðan er chili í henni.

Það er hún Thelma Þorbergsdóttir hjá

<a href="https://freistingarthelmu.blogspot.com/" target="_blank">Freistingum Thelmu</a>

sem á heiðurinn að henni.

<strong>Kjötsúpa sem svíkur engan</strong> <em>fyrir 6-10 mans</em><b><br/></b><ul> <li>ca 2 kg af súpukjöti</li> <li>1 heill laukur</li> <li>ca. 4 lítrar af vatni, eða þar til vatnið hefur náð aðeins yfir kjötið</li> <li>10-15 stórar gulrætur</li> <li>1-2 lúkur af hrísgrjónum (eða eins mikið og þú vilt)</li> <li>10 kartöflur (má sleppa)</li> <li>2 rófur</li> <li>1 hvítkálshaus</li> <li>1 rauður chilli</li> <li>2 stk. grænmetiskraftur</li> <li>2 stk. lambakjötkraftur</li> <li>salt og pipar</li> </ul> <b>Aðferð</b> <b> </b>
  1. Setjið kjötið í stórann pott og setjið vatn í pottinn þannig það nái yfir kjötið. Gott er að nota 10 lítra pott svo grænmetið og allt hafi nægilegt pláss ofan í pottinum til að sjóða.
  2. Takið utan af lauknum og setjið ofan í pottinn ásamt smá salti. Sjóðið á háum hita þar til suðan er komin upp, lækkið undir pottinum í meðal háan hita og látið sjóða í a.m.k 2-3 klst. Ef kjötið er ekki frosið eru 2 klst. nægur tími. 
  3. Þegar súpan er búin að sjóða í ca 3 klst. takið þá laukinn upp úr, hann er bara til að gefa gott bragð.
  4. Setjið grænmetis- og kjötkraft saman við ásamt kartöflum og hrísgrjónum. Ég sleppi stundum kartöflunum og hef því meira grænmeti, en þið ráðið því.
  5. Til að flýta fyrir er einnig gott að taka kjötið upp úr og skera mjög smátt áður en þið setjið grænmtið saman við.
  6. Bætið svo grænmetinu saman við ásamt chilipiparnum, mikilvægt er að skera hann niður mjög smátt og munið svo að þvo ykkur strax um hendurnar!
  7. Látið súpuna sjóða í rúmar 30-40 mínútur til viðbótar. Kryddið með salti og pipar og setjið fleiri grænmetis- eða kjötkraft saman við ef ykkur finnst vanta örlítið meira bragð. Það er mjög mikilvægt að smakka súpuna til og finna hvað manni finnst passlegt.
  8. Ef ykkur finnst vanta meira vatn í súpuna þá bæti því bara við. Súpan er langt best daginn eftir svo vonandi á hún eftir að endast í allavega 2-3 daga!
  9. Gott er að frysta kjötsúpuna og geymist hún vel í frysti í allt að 3 mánuði. 
mbl.is/Thelma Þorbergsdóttir
mbl.is/Thelma Þorbergsdóttir
mbl.is