Stórkostlegar staðreyndir um kartöflur

Kartöflur eru ekki bara matur - það er alveg staðfest.
Kartöflur eru ekki bara matur - það er alveg staðfest. mbl.is/hadeco.co.za

Kartöflur eru ekki bara ódýr matur sem oftast er til í skápunum heima. Þær eru líka frábærar í ýmis önnur verk – og koma að góðum notum á mun fleiri stöðum en þig grunar.

Fjarlægja ryð
Hnífar eiga til að ryðgja og það gerist yfirleitt ef raki hefur legið á þeim. En kartöflur innihalda oxalsýru og eru því tilvaldar til að hreinsa ryðið af hnífunum. Skerið kartöflur til helminga og nuddið þeim á hnífinn – þannig mun kartöflusafinn vinna sig á móti ryðinu á undraverðan máta.

Hreinsa gler
Þú hefur eflaust prófað þig áfram með blautum dagblöðum, allskyns klútum og sulfo þegar kemur að gluggaþrifum – þegar þú þarf ekkert annað en kartöflu í hönd. Prófaðu að skera kartöflu til helminga og þvo gluggann upp úr safanum. Þurrkaðu síðan yfir með þurrum klút og útkoman verður glæsileg.

Skordýrabit
Þetta trix þurfum við að muna í næstu sólarlandaferð. En hér setjum við kartöfluskífu á sárið og festum niður. Hér vinnur kartaflan á bitinu og minnkar alla tilfinningu um að þú viljir klóra í sárið.

Pússa skó
Svo lengi sem þú átt kartöflu á heimilinu ertu í góðum málum þegar kemur að því að pússa spariskóna. Nuddaðu leðrið með safanum úr hálfri kartöflu og láttu standa í 7 mínútur, þurrkaðu þá yfir með mjúkum klút til að fá gljáan aftur – alveg eins og ef þú myndir nota skókrem.

Brotið gler
Ef þú missir gler á gólfið sem brotnar eru kartöflur stórsniðugar til að safna litlu brotunum saman án þess að skera fingurnar. Sama gildir ef þú brýtur ljósaperu sem situr enn eftir í skrúfganginum, taktu þá hálfa kartöflu og þrýstu henni að brotna endanum og snúðu peruna úr. Þannig virkar kartaflan sem handfang á peruna.

Svona notum við kartöflu til að losa um brotna ljósaperu.
Svona notum við kartöflu til að losa um brotna ljósaperu. mbl.is/givemeshelterdesign.com
mbl.is