Smjörkjúklingurinn sem skóf burt kílóin

Athugið að myndin er ekki af uppskriftinni heldur annarri sambærilegri.
Athugið að myndin er ekki af uppskriftinni heldur annarri sambærilegri. Ljósmynd/Colourbox

Til er sú uppskrift sem sögð er bæði bragðgóð og grennandi. Svo góð að kona nokkur í Ástralíu létti sig um heil 55 kíló með breyttu mataræði og þakkar þessari uppskrift fyrir það.

Smjörkjúklingurinn góði

Í hverjum skammti eru 446 hitaeiningar

Fyrir fjóra

 • 400 g kjúklingalæri frá Ali
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 tsk. túrmerkikduft
 • 1 msk. karrýduft
 • 2 msk. tómatmauk (e. paste)
 • 1 msk. extra-virgin ólífuolía
 • 1/3 bolli (80 ml) kjúklingasoð
 • 1/3 bolli (80 ml) fituskert kókosmjólk
 • 1/2 bolli basmati hrísgrjón (óelduð)
 • 2 bollar grænar baunir (ekki niðursoðnar)
 • 2 bollar brokkólí
 • 1/3 bolli ferskt saxað kóríander

Aðferð:

 1. Skerið kjúklinginn í bita. Blandið saman lauk, hvítlauk, túrmerik, karrýdufti og tómatmauki í blandara og maukið vel saman.
 2. Setjið vatn út í blönduna ef þarf. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn.
 3. Setjið kryddmaukblönduna út á kjúklinginn og steikið í nokkrar mínútur.
 4. Bætið þá við soðinu og blandið vel saman við annan vökva.
 5. Bætið þá við kókosmjólkinni.
 6. Lækkið undir pönnunni og eldið í 20-25 mínútur. Á meðan skal sjóða hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
 7. Skerið brokkólíið niður og gufusjóðið með baununum.
 8. Berið kjúklinginn fram með hrísgrjónunum og gufusoðna grænmetinu og stráið söxuðu kóríander yfir.
mbl.is