Besta leiðin til að losna við krumpur

Stundum lendum við í því að þvo fötin okkar á …
Stundum lendum við í því að þvo fötin okkar á röngu prógrammi en það það eru til lausnir við því eins og svo mörgu öðru. mbl.is/Colourbox

Kannastu við að þvo uppáhaldspeysuna þína á röngu prógrammi og hún krumpaðist niður í hálfa stærð? Ekki örvænta því við erum með ráð sem reddar þessu á tíu mínútum.

Bjargaðu krumpuðu flíkinni þinni með þessum þrem einföldu skrefum:

  • Settu hárnæringu í volgt vatn og leggðu flíkina þar ofan í og láttu liggja 5 mínútur. Passaðu bara að vatnið sé ekki of heitt.
  • Legðu flíkina á handklæði og rúllaðu því upp til að flíkin þurrkist örlítið. Rúllaðu handklæðinu aftur út eftir nokkrar mínútur og leggðu þá flíkina á annað þurrt handklæði.
  • Teygðu flíkína til í rétta stærð eins og þú vilt hafa hana og láttu þorna.
mbl.is/Colourbox
mbl.is