Smjörsteikt hörpuskel að hætti Evu Laufeyjar

Ljósmynd/eftir Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Eva Laufey deilir hér uppskrift að smjörsteiktri hörpuskel með lesendum Morgunblaðsins en hún segist alltaf hafa verið óskaplega hrifin af hörpuskel. „Það besta við hörpuskelina er hversu einfalt það er að töfra fram rétt með mjög lítilli fyrirhöfn en útkoman er svolítið eins og maður hafi varið deginum í að útbúa hann. Þessi réttur er einmitt svoleiðis.

Smjörsteikt hörpuskel á blómkálsbeði með chorizobitum

  • 12 hörpuskeljar
  • 1 msk. steikingarolía
  • salt og pipar
  • 60 g smjör
  • 1 skallottlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 dl smátt skorin chorizopylsa
  • 1 dl steinselja, smátt skorin

1. Þerrið hörpuskelina mjög vel og snyrtið.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið hörpuskelina í um það bil mínútu á hvorri hlið eða þar til hún er fallega brún að utan. Kryddið að sjálfsögðu með salti og pipar. Ég læt alltaf smá smjörklípu alveg í restina og baða hörpuskelina upp úr smjörinu.

3. Leggið hörpuskelina til hliðar þegar hún er tilbúin.

4. Hitið smá smjör á sömu pönnu, skerið niður skallottlauk og steikið þar til hann er mjúkur í gegn, bætið hvítlauk og chorizopylsu út á pönnuna og steikið í eina mínútu. Bætið því næst 50 grömmum af smjöri út á pönnuna og leyfið þessu að krauma í svolitla stund.

5. Setjið blómkálsmauk á diska, raðið hörpuskelinni yfir maukið og hellið vel af chorzioblönduunni yfir og skreytið gjarnan með ferskri steinselju, smátt skorinni.

Blómkálsmauk

  • 1 blómkálshöfuð
  • 1 tsk. salt
  • 1 dl rjómi + meira ef maukið er of þykkt
  • 1 msk. smjör

1. Skerið blómkálið og fjarlægið stilka, sjóðið í vel söltu vatni þar til mjúkt í gegn.

2. Hellið vatninu frá og annaðhvort maukið blómkálið ásamt rjóma og smjöri með töfrasprota eða notið matvinnsluvél í verkið. Það tekur örskamma stund að búa til maukið og um að gera að smakka til í leiðinni.

Uppskriftina er að finna í nýjustu bók Evu Laufeyjar Í …
Uppskriftina er að finna í nýjustu bók Evu Laufeyjar Í eldhúsi Evu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert