Kjúklingapastað sem krakkarnir elska

mbl.is/
<span>Á degi sem þessum er gott að bjóða upp á fljótlegan og góðan kvöldverð sem allir elska. Hér erum við að tala um hina fullkomnu blöndu af vetrarmat og gourmet. Hér er nefnilega ekkert slegið af bragðgæðunum þrátt fyrir að rétturinn sé einstaklega fljótlegur. </span>
<strong>Kjúklingapastað sem krakkarnir elska</strong>
  • 400 g tagliatelle
  • 1 grillaður kjúklingur (eða um 600 g kjúklingabringur/lundir)
  • 1 pakki Kremet kyllingsaus (með basil og skarlottulauk) frá TORO
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 1 piparostur
  • 1 lítil dós tómatpúrra
  • 1 rauð paprika
  • 1 púrrulaukur
  • Salt
  • Fersk basilíka (má sleppa)

Aðferð:

<br/><ol> <li><span>Ef kjúklingurinn er óeldaður skal byrja á að steikja eða grilla hann. Sjóðið tagliatelle þar til það er </span><span>al dente</span><span> (ca. 9 mín.). Sigtið og geymið stutta stund. </span></li> <li><span>Hellið matreiðslurjómanum í pottinn og hrærið Kremet kyllingsaus frá TORO út í. Skerið piparostinn í litla bita (eða rífið) og setjið í pottinn. Látið ostinn bráðna og hrærið reglulega á meðan. Því næst er tómatpúrrunni hrært út í og saltað eftir smekk. Skerið rauða papriku í litla bita og púrrulaukinn í þunnar sneiðar og bætið út í. </span></li> <li><span>Skerið kjúklinginn í bita og setjið í pottinn ásamt pastanu og blandið vel saman. Gott að skera ferska basíliku og bæta við áður en rétturinn er borinn fram. </span></li> </ol>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert