Drekkurðu nóg af vatni?

Ertu dugleg/ur að drekka vatn?
Ertu dugleg/ur að drekka vatn? mbl.is/Colourbox

Alþjóðlegur dagur vatnsins var 22. mars síðastliðinn og því vel við hæfi að renna aðeins yfir af hverju vatn er svona mikilvægt fyrir okkur. Við höfum alltaf gott af smá hvatningu til að drekka meira af vatni. Og þá rennum við yfir listann til að minna okkur á að auka vatnsdrykkjuna yfir daginn.

Húðin

Þú hjálpar húðinni að viðhalda raka með því að drekka vatn, eykur teygjanleika húðarinnar og minnkar sjáanlegar hrukkur. Húðin losar sig frekar við eiturefni og þú færð minna af bólum og fílapenslum.

Blóðþrýstingurinn

Blóð inniheldur um 90% af vatni, svo að ofþurrkun í líkamanum getur fengið blóðið til að þykkna sem hækkar þar af leiðandi blóðþrýstinginn. Þá áttu á hættu að fá hjartasjúkdóma – því enn meiri ástæða til að drekka nóg af vatni.

Liðirnir

Það er mikilvægt að drekka vatn til að halda liðleikanum. Viðhalda brjóskinu og bandvefnum sem hylur og verndar beinin. Ofþornun til langs tíma getur haft veruleg áhrif á brjóskið sem veldur sársauka og skemmdum á liðum.

Hreyfing

Æ fleiri rannsóknir benda til þess að þú fáir meira úthald við að drekka meira af vatni. Ein rannsókn hefur sýnt fram á að ofþornun hefur neikvæð áhrif á framistöðu í íþróttum sem varir í meira en 30 mínútur.

Heilinn

Heilinn er um 80% vatn og ofþornun getur haft mikil áhrif á hann. Heilinn hjálpar okkur að einbeita okkur, ná jafnvægi á skapi og tilfinningum – eins að muna allt sem við þurfum að muna. Svo drekkum vatn!

Munnvatn

Án munnvatns eykst hætta á mörgum vandamálum. Vatn myndar um 99,5% af munnvatni, sem er ábyrgt fyrir meltingu matvæla og munnhirðu.

Þynnka

Vatn hjálpar til við þynnku og það þykir ráð að drekka eitt glas af vatni samhliða einum drykk til að losna við timburmenn daginn eftir.

Hitastig líkamans

Vatn viðheldur réttu hitastigi líkamans. Þegar þú ert í miklum hita er ráðlagt að drekka nóg af vatni – þetta segir sig nokkurn veginn sjálft.

Minnkar mittismálið

Ef þú drekkur vatn fyrir hverja máltíð blekkirðu magann með því að borða minna. Prófaðu líka að skipta út gosi fyrir vatnsglas – það mun hjálpa til við vigtina.

Meltingarfærin

Að drekka nóg af vatni er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðu meltingarkerfi þar sem þarmarnir þurfa vatn til að starfa eðlilega. Annars er hætta á að þú fáir illt í magann eða annars konar kvilla.

Nýrun

Nýrun þurfa vatn til að starfa eðlilega og ein helsta orsök nýrnasteina er að drekka ekki nóg af vatni eða vökva.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Vatn er mikilvægt fyrir heilann til að muna allt sem …
Vatn er mikilvægt fyrir heilann til að muna allt sem við eigum að muna. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert