Svona þværðu kórónuvírusinn úr fötum

Það er mikilvægt að spritta sig reglulega.
Það er mikilvægt að spritta sig reglulega. mbl.is/Colourbox

Við þurfum að vera mjög varkár varðandi hreinlæti og þrif þessa dagana – og gildir það líka um hvernig við þvoum fötin okkar.

Eins og við flest vitum lifir vírusinn á sléttu yfirborði og plasti í allt að þrjá daga og á pappa í sólarhring. Það er erfitt að ná tökum á þessum blessaða vírus og því enn mikilvægara að fylgja þeim reglum sem okkur eru settar – þá líka í þvottahúsinu.

Til að forðast smit ber að meðhöndla fatnað þess sem er með veiruna með mikilli varkárni. Í raun er mælt með að þvo fatnað hins sýkta á 60°C til að drepa veiruna – sama hvort flíkin er skítug eða ekki. Og eftir að hafa sett fötin í vélina skaltu þvo þér vandlega um hendurnar því þú vilt alls ekki yfirfæra veirur á aðra hluti á heimilinu.

Við reynum allt sem við getum til að forðast smit …
Við reynum allt sem við getum til að forðast smit - og þar er þvottakarfan engin undantekning. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert