Bleikjuréttur sem er æðislegur

Ljósmynd/Sirrý í Salt eldhúsi

Sirrý í Salt eldhúsi er mikill meistarakokkur og hér galdrar hún fram bleikjurétt sem er hreint æðislegur. Bleikjan er frábær matur og hér er hún steikt með möndluflögum upp úr smjöri.

Bleikjuréttur sem er æðislegur

Fyrir 4

  • 2-4 bleikjuflök eftir stærð (u.þ.bl. 800 g samtals )
  • 50 g möndluflögur
  • 2 msk. hveiti
  • 2 msk. olía
  • 2 msk. smjör
  • salt og nýmalaður pipar

Aðferð:

Byrjið á að flaka bleikjuflökin og beinhreinsa ef þess þarf, oftast eru þau beinhreinsuð en borgar sig að athuga það. Skerið flökin í passlega bita til að steikja. Blandið möndlum og hveiti saman og setjið í skál. Hitið olíu og smjör saman á rúmgóðri pönnu. Veltið bleikjunni upp úr möndluhveitinu og steikið gullið á báðum hliðum. Tíminn fer eftir þykkt stykkjanna en það má reikna með að steikja þau 2 mín. á hvorri hlið. Saltið og piprið yfir fiskinn báðum megin. Gott er að bera fram soðnar kartöflur og/eða soðið blómkál eða spergilkál með klípu af smjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert