Grilluð bleikja að hætti meistarakokksins

Kristinn Magnússon

Það er enginn annar en Sindri Guðbrandur Sigurðsson, yfirkokkur á Silfra Restaurant, sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er með þeim vandaðri sem sést hefur. Hér erum við með ævintýralega fágaða samsetningu hráefna og þú slærð sannarlega í gegn ef þú býður upp á þessa snilld.

Grilluð Unagi bleikja, spergilkál með reyktu skyri og hnetu kryddblöndu,sýrður skarlottulaukur og  grilluð smágúrka með steinseljuolíu.

  • Bleikja 1 meðalstórt flak
  • Olía
  • salt

Aðferð: bleikjan er roðflétt og skömtuð niður í 3-4 bita. Grillið þarf að vera mjög heitt þegar fiskurinn fer á.  Bleikja hefur mjög stuttan eldunartíma og vill maður ekki hafa hana lengur en 1 mínútu á hvorri hlið. Unagi sósan er pensluð yfir fiskinn rétt í lokinn til að karamella sykurinn.

Unagi

  • 100 g mirin
  • 30 g sake
  • 40 g púðursykur
  • 100 g soya sósa


Aðferð: allt er sett saman í pott og soðið niður ¼ og kælt. Sósan á að vera eins og sýróp.

  • íslenskt spergilkál 1 haus
  • Olía
  • Salt
  • Ylliblómaedik


Aðferð: spergilkálið er skorið og soðið í sjóðandi vatni í 45 sek og sett svo beint í kalt vatn. Það gerir það að verðum að við náum fram fallegum grænum lit og verndar það frá því að brenna áður en það verður orðið eldað á grillinu.

Spergilkálið er síðan dressað uppúr olíu, salti og ediki og grillað á öllum hliðum. Þegar það er tekið af grillinu er því dýft í reykta skyrið og síðan í fræblönduna.


Grilluð smágúrka

  • 1 pakkning smá gúrkur
  • Olía
  • Salt
  • Edik

Gúrkurnar eru dressaðar með olíu,salti og ediki og grillaðar allan hringinn síðan skornar í tvennt og marineraðar í steinselju olíu í 30 mín minsta kosti. Þær eru bornar fram kaldar.

Steinseljuolía

  • 1 pakki steinselja
  • 200 ml olía

Aðferð: Steinselja og olía er sett saman í blandara í 2 mínútur í botni og síðan sigtuð í gegnum fínt sigti eða tusku.

Hnetu kryddblanda

  • 40 g heslihnetur
  • 40 g pistasíur
  • 40 g sesam fræ
  • 20 g sinnepsfræ
  • 10 g turmerik
  • 10 g ristuð cumen fræ


Aðferð:

Allt er sett á bakka  nema turmerik og ristað á 150 gráum í 15 mínútur eða þannig að heslihneturnar eru orðnar gullin brúnar. Þegar blandan er orðin köld er allt sett saman í matvinnsluvél og unnið fínt.

Reykt skyr

  • 100 g skyr
  • 30 g reykt olía
  • 5 g salt
  • 5 g sítrónusafi

Aðferð: Allt er blandað saman í skál.


Sýrður skarlottulaukur

  • 2 stk. laukar
  • 50 g edik
  • 50 g sykur
  • 50 g vatn

Aðferð: Skrælið laukinn og skerið þunnt. Edik, sykur og vatn er sett í saman í pott og fenginn upp suða. Þegar suðan er kominn upp er laukurinn settur út í og potturinn plastaður. Gott er að leyfa þessu að vera allavega í leginum í minnsta kosti 2 klst.

Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka