Grillaður pönnukökuturn með sykurpúðum og Nutella

Kristinn Magnússon

Þessi grillaði turn er mögulega það fallegasta sem sést hefur lengi. Hér voru pönnukökurnar keyptar tilbúnar og því næst grillaðar en ef þú átt góða steypujárnspönnu er lítið mál að steikja pönnukökurnar á henni. Snaraðu þeim samt á grillið sjálft í framhaldinu því það er fátt flottara en pönnukökur með grillrönd. 

Grillaður pönnukökuturn

  • 1 kassi pönnukökur
  • 1 krukka Nutella
  • 1 pakki jarðarber
  • 2 ástríðuávextir
  • litlir sykurpúðar

Aðferð:

Pönnukökurnar eru smurðar með Nutella og sykurpúðunum stráð yfir þær. Þá eru þær settar á grillið á frekar lágum hita þar til þær hitna vel í gegn.

Jarðarberin eru skorin smátt. Þá er pönnukökunum raðað saman, og jarðarberin sett á milli líka. Ofan á pönnukökuturninn fer síðan ástríðuávöxturinn.

Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Kristinn Magnússon
mbl.is