Sjáið jólaborðin hjá Royal Copenhagen

Söngdívan Lis Sørensen hefur valið hringlaga borð með stórri blómaskreytingu …
Söngdívan Lis Sørensen hefur valið hringlaga borð með stórri blómaskreytingu fyrir miðju. Hér er allt á klassísku nótunum, mávastellið í bland við hvítt póstulín. Og borðhaldið er rétt eins og við sitjum undir stjörnubjörtum himni. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copenhagen

Á hverju ári kynnir Royal Copenhagen nokkra þekkta einstaklinga sem skreyta hátíðleg jólaborð í sýningarsal þeirra. Borðin eru iðulega mjög ævintýraleg og spennandi, og árið í ár er engin undantekning.

Í ár er þema borðanna „nærvera“, því árið hefur einkennst af spennu og óvissu sem aldrei fyrr. Það fær okkur til að sakna öryggis og nærveru okkar nánustu. Fimm fjölhæfir einstaklingar hafa skreytt borð og haldið uppi þeirri stórkostlegu hefð hjá Royal Copenhagen, en borðskreytingar þeirra hafa dregið margan manninn að síðan árið 1963.

Adam Aamann er kokkur og bókahöfundur – og jólaborðið hans …
Adam Aamann er kokkur og bókahöfundur – og jólaborðið hans í ár er hátíðlegt með þungum silfur hnífapörum, háum glösum á fæti og brúnleitu lérefti. Adam segist elska þegar skynfærin fá örvun við fyrstu jóla kryddilmunum, og að það flytji hann aftur um nokkur ár og minni á ákveðnar hefðir sem hafa verið skapaðar í tímanna rás. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copenhagen
Leikarinn og skemmtikrafturinn Peter Mygind leikur sér með barnslega drauma …
Leikarinn og skemmtikrafturinn Peter Mygind leikur sér með barnslega drauma – rugguhest og piparkökuhús í bland við snjókarla og jólatré, þar sem litaþemað er rautt, hvítt og grænt. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copenhagen
Blaðamaðurinn og þáttastjórnandinn Ida Wohlert sækir innblástur í jólahátíðina sem …
Blaðamaðurinn og þáttastjórnandinn Ida Wohlert sækir innblástur í jólahátíðina sem hún eyðir ár hvert með stórfjölskyldunni heima hjá ömmu sinni í Svíþjóð – og hefur gert frá því hún var krakki. Borðhaldið er vísun í að hér séu margar hendur sem hjálpast að við matargerðina og að jólaskreyta - og það er pláss fyrir alla. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copenhagen
Hún er sjónvarpsstjarna og frumkvöðull – Andrea Elisabeth Rudolph, og …
Hún er sjónvarpsstjarna og frumkvöðull – Andrea Elisabeth Rudolph, og hefur skreytt tignarlegt borð í rauð-bleikum tónum í bland við ljósbláan. Hún segist sækja orku í samverustundir og nærveru í bland við fullkomið kaos. Þess má geta að hún ólst upp á jólatrés-búgarði og heitir einnig því skemmtilega nafni „Rudolph“ – það gerist varla mikið jólalegra en það. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copenhagen
mbl.is