Jólaísinn frá Omnom er með gull-Söru

Ljósmynd/Omnom

Ísbúðin hjá súkkulaðigerðinni Omnom heldur áfram að búa til ísrétti sem sprengja alla skala. Sá nýjasti er helgaður drottningu alls jólabaksturs og á toppnum situr gullslegin Sara sem sögð er tróna á toppnum.

Í tilkynningu frá Omnom segir meðal annars: „Í ár eiga allir einstaklega ljúffenga, gulli slegna hátíðar Söru skilið; Söru sem drottningu sæmir. Fyllt Madagaskar vanillukremi og böðuð upp úr kaffisúkkulaði. Sitjandi efst í hásæti sínu, ofan á ljúffengum ísrétti með ilmandi mandarínu-súkkulaðisósu og karamellu ristuðu heslihnetukrömbli, trónir hún á toppnum líkt og kóróna jólanna. Saran er konungborinn óður okkar til jólanna. Lengi lifi Saran, lengi lifi ísdrottningin! Njótið vel!"

Það er því nokkuð ljóst að margir munu ærast við að smakka þessa snilld en Saran er með vanillukremi og kaffisúkkulaði og ísinn er þar að auki með mandarínu-súkkulaðisósu.

Jólaísinn verður á boðstólnum fram að jólum.

mbl.is