Fyrsti íslenski Apres Ski bjórinn á markað

Ljósmynd/RVK Brewing

Heiða Birgisdóttur oft kennd við Nikita snjóbrettatískumerkið og margfaldur snjóbrettameistari er óhrædd við nýjar áskoranir. Hún hefur nú í samstarfi við RVK Brewing í Skipholti hannað nýjan skíða og snjóbrettabjór sem nefnist Upp á topp og niður Pale Ale.

Heiða átti hugmyndina að bjórnum, sá um hönnun á umbúðum og kom einnig með nafnið ásamt bróður sínum.  Bjórinn inniheldur 

iþróttasölt sem hjálpa til að gera hann einkar frískandi og svalandi að loknum degi í fjallinu. Útkoman varð hinn fullkomni Apres Ski bjór.

Sigurð Pétur Snorrason meðstofnandi RVK Brewing er sjálfur ötull snjóbrettakappi og var því strax mjög opinn fyrir hugmyndinni. “Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu, bjórinn smellpassar í okkar hugmyndafræði að gera spennandi bjór fyrir fólk á hreyfingu. Síðustu tvö sumur hefur Cyclopath bjórinn sem við bruggum í samstarfi við Lauf Cycling notið mikilla vinsælda og Upp á topp og niður er góð viðbót í okkar framboð.”

Upp á topp og niður Pale Ale mun fást í Reykjavík, Akureyri og Siglufirði, en jafnframt er vonast til að hann komist í Vínbúðir í öðrum skíðabæjum landsins á næstu vikum.

Ljósmynd/RVK Brewing
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert