Nýjasta trendið í borðstofuborðum

Gömul og sígild klassík frá Børge Mogensens. Borð sem fellur …
Gömul og sígild klassík frá Børge Mogensens. Borð sem fellur seint úr gildi og er hægt að „fella niður". mbl.is/©Fredericia Furniture

Síðustu tvö árin hafa hringlaga borð verið að ryðja sér braut inn í borðstofurnar – en í ár virðist vera komið alveg nýtt trend.

Samkvæmt heimildum frá dönsku húsbúnaðarblöðunum eru felliborð í öllum stærðum að koma sterkt inn – eins ef marka má fréttir frá helstu og þekktustu vörumerkjunum og nýjungum á Instagram. Eitt það vinsælasta er vintage borð frá Børge Mogensens – gömul og falleg klassísk hönnun, þar sem tveir „fætur“ eru sveigjanlegir og hægt að færa fram og til baka. En þetta tiltekna borð er í dag framleitt af Fredericia Furniture. 

Önnur vörumerki hafa verið að kynna sams konar borð á markað, en nútímaútgáfu af felliborðum má til dæmis finna frá Gubi, &Tradition og Brøste Copenhagen. Og það eru án efa fleiri borð væntanleg frá öðrum framleiðendum sem eiga eftir að skjóta sér fram á yfirborðið á komandi misserum.

Drop Leaf er nafnið á þessu fallega borði frá &Tradition, …
Drop Leaf er nafnið á þessu fallega borði frá &Tradition, sem má helminga um stærð eftir þörfum. mbl.is/&Tradition
Fallega blátt og hringlaga felliborð frá Brøste Copenhagen.
Fallega blátt og hringlaga felliborð frá Brøste Copenhagen. mbl.is/Brøste Copenhagen
Nett og lekkert borð frá Gubi og kallast B-table. En …
Nett og lekkert borð frá Gubi og kallast B-table. En þetta borð verður ferkantað þegar búið að er að „fella það niður". mbl.is/Gubi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert