Öfug grillun æ vinsælli hér á landi

Öfug grillun eða „reverse sear“ er aðferð sem verður æ vinsælli hér á landi. Þá er kjötið sett á kaldari stað grillsins og notast við lágan hita á bilinu 70°-120°C uns það hefur náð réttu kjarnhitastigi. Þá er kjötið tekið af grillinu og það hitað upp í 250°-300°C og kjötið brúnað vel á öllum hliðum.

Ef stærri stykki með langan eldunartíma eru elduð á grilli skal raða kolunum þannig að „köld“ hlið sé öðrum megin á grillinu, beinn hiti á stærri kjötstykki leiðir til bruna. Bitann er gott að setja í álbakka til að safna safanum sem lekur af því. Forðist að vefja kjöti í álpappír ef til stendur að grilla það, því þá kemst raki ekki frá yfirborðinu og lítil sem engin grillun á sér stað. Tréspjót og pinna er nauðsynlegt að leggja í bleyti í 20–30 mín. áður en þeir fara á grillið svo þeir brenni síður.

Heimild: Íslenskt lambakjöt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert