Steikin sem nágrannarnir áttu ekki orð yfir

Stundum er grilllyktin svo góð að nágrannarnir hreinlega tapa glórunni og heimta heimboð. Það geriðist í þessu tilfelli og voru matargestir sammála um að hér væri á ferðinni ein besta lambasteik sem sögur fara af.

Ljúffengt lambaprime með grillsmjöri og hvítlaukssósu

  • Sérvalið lambaprime með grillsmjöri
  • smælki með graslauk og steinselju
  • kokteiltómatar og mozzarella
  • Sérvalið-hvítlaukssósa
  • Guru Royal Umami BBQ-sósa

Grillið lampaprime-ið á hvorri hlið í nokkrar mínútur. Reglan með prime er að það á alls ekki að vera blóðugt. Því er betra að grilla ögn lengur en skemur.

Setjið grillbakkana með tómötum og mozzarella annars vegar og smælkinu hins vegar á grillið. Mikilvægt er að hrista reglulega bakkann með smælkinu til að kartöflurnar fái sem jafnasta eldun og séu vel hjúpaðar smjöri.

Penslið kjötið með bbq-sósu.

Þegar mozzarellaosturinn er orðinn bráðinn eru bakkarnir tilbúnir.

Þegar kjötið er tekið af grillinu er nauðsynlegt að leyfa því að hvíla í allavega fimm mínútur. Skerið svo niður í bita og berið fram með hvítlaukssósu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert