Borðskreytingin sem Albert Eiríks elskar

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Það toppar enginn Albert Eiríksson í smekklegheitum og mannasiðum og hér sýnir hann okkur dásamlega fallega borðskreytingu sem allir ættu að geta galdrað fram.

„Þegar blómaskreyting á matarborð er útbúin þarf að hafa í huga að hún sé ekki of há, má ekki skyggja á gestina hinum megin við borðið. Ef leggja á annað á borðið, svo sem föt eða skálar, þarf stærðin á skreytingunni að taka mið af því. Það getur verið hin besta tilbreyting að gera borðskreytingu með blómum og öðru úr náttúrunni eða blanda saman afskornum blómum við. Aðeins þarf að passa að blómin úr náttúrinni þoli að standa inni í hita. Á myndinni eru þrenningarfjólur, sóleyjar og blóðberg uppistaðan á eldgömlum mosavöxnum plankabúti.“

Heimasíða Alberts er Albert eldar.

Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert