Hefur þú skorið eggin svona?

Klassískt skinkusalat klikkar aldrei á borðum.
Klassískt skinkusalat klikkar aldrei á borðum. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Stundum grípum við í tómt í eldhússkúffunum, þar sem við getum ómögulega átt allar heimsins græjur liggjandi þar ofan í. Þá er að hugsa út fyrir kassann, því ein græja getur komið víða að notum.

Það er fátt betra en heimagerð majónessalöt, og þá sérstaklega um helgar með nýbökuðum bollum eða brauði. Og þegar við dembum okkur út í það að gera salatið klárt, þá vandast málið ef við eigum ekki til eggjaskera. En það er óþarfi að örvænta, því gamli góði kartöflustapparinn kemur þá sterkur til leiks og græjar þetta fyrir þig á augabragði. Og mun betur en eggjaskerinn ef eitthvað er.

Kartöflustappari er fullkominn til að taka á eggjunum.
Kartöflustappari er fullkominn til að taka á eggjunum. Mbl.is/TikTok_rajmin2025
Mbl.is/TikTok_rajmin2025
mbl.is