Læknirinn skrifar upp á matseðil vikunnar

Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr.
Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er varla hægt að byrja vikuna betur en með matseðil að læknisráði. Ragnar Freyr hefur sett saman rétti fyrir vikuna sem tælir bragðlaukana – gjörið svo vel. 

Mánudagur:
Maturinn þarf að vera fljótlegur á mánudagskvöldum. Hann má líka gjarnan vera léttur og hollur til að vega upp á móti syndum helgarinnar. Þessi réttur er léttur, hollur og fljótlegur – en ofar öllu þá er hann sérstaklega ljúffengur. Það elska allir tacos!

Þriðjudagur:
Þessi súpa rímar einstaklega vel við djúpar haustlægðir. Hún er einnig svo góð að maður hálfpartinn vonar að það fari að hvessa bara til að geta gætt sér á þessari dásemd.

Miðvikudagur:

Fyrir þá sem vilja eitthvað einfalt um miðja viku, en vilja samt flotta sig aðeins, þá má alltaf henda í lúxusútgáfu af hakki og spaghettíi. Þessi uppskrift er negla!

Fimmtudagur:
Smálúða er einn af mínum uppáhalds hvítu matfiskum, kannski að þorskinum undanskildum. Þessi réttur er einfaldur og nokkuð fljótlegur, en ekki síst ótrúlega góður. Þetta er réttur sem lengir helgina!

Föstudagur:
Föstudagar hafa verið pizzudagar næstum því frá því ég fór að búa. Ég hélt að ég væri búinn að prófa það mesta undir sólinni í flatbökugerð en eftir að ég fékk mér viðarofn út í garð er ljóst að ferðalag mitt er rétt að hefjast.

Laugardagur:
Það er fátt sem ég elska meira en íslenskt lambakjöt. Ég sæki mitt nær alltaf til vinar míns Geira í Kjötbúðinni en hann lætur kjötið hanga í kæli áður en hann selur það. Það tryggir girnilegt og meyrt kjöt sem hreinlega bráðnar í munni.

Sunnudagur:
Þessi réttur er langt frá því að vera mín hugmynd. Einn af sjúklingum mínum gaukar reglulega að mér ljúffengum uppskriftum og þessi var ein þeirra. Ég hlakka alltaf til að hitta hana. Þessi uppskrift er ekki bara veisla fyrir bragðlaukana heldur líka fyrir augað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert