Leyndur skítastaður í örbylgjuofninum

Ryk og óhreinindi leynast víða í eldhúsinu.
Ryk og óhreinindi leynast víða í eldhúsinu. mbl.is/

Eitt af mest notuðu heimilistækjunum er örbylgjuofninn – og hann þarf að hreinsa.

Vissir þú að í mörgum örbylgjuofnum leynist lítið hólf sem þarf að skrúbba og hreinsa, en flest okkar tökum aldrei eftir. Kona nokkur deildi því á TikTok, að örbylgjuofnar séu með síu sem þarf að hreinsa á nokkurra mánaða fresti rétt eins og aðrar síur í öðrum tækjum – viftunni, þvottavélinni og þess háttar. Nú eru eflaust margir að klóra sig í hausnum því þeir hafa aldrei orðið varir við síu í ofninum sínum. En síur finnast einna helst í innbyggðum örbylgjuofnum en ekki þeim sem standa á borði.

Kona nokkur á TikTok deildi myndbandi af haugaskítugri viftu í …
Kona nokkur á TikTok deildi myndbandi af haugaskítugri viftu í örbylgjuofni. Mbl.is/TikTok @mamasknowbest
mbl.is