Svona er best að þrífa samlokugrillið

Hér kynnum við bestu aðferðina til að þrífa samlokugrillið.
Hér kynnum við bestu aðferðina til að þrífa samlokugrillið. mbl.is/pricerunner.dk

Hvernig er nú best að þrífa samlokugrillið sem verður skítugt eftir hverja notkun? Eins og svo oft áður erum við með lausnirnar er kemur að því að deila góðum húsráðum, eins og þessu hér.

  • Þú einfaldlega dregur fram eldhúsrúllupappír og leggur ofan á grindina á grillinu.
  • Síðan spreyjarðu edikblöndu eða öðru hreinsiefni á pappírinn og kveikir á grillinu.
  • Leyfðu grillinu að hitna með pappírinn klemmdan á milli.
  • Því næst geturðu þurrkað af grindunum þar sem hitinn frá grillinu hefur sett öll óhreinindin í pappírinn.
Besta leiðin til að þrífa samlokugrillið, er að leggja eldhúspappír …
Besta leiðin til að þrífa samlokugrillið, er að leggja eldhúspappír ofan á plötuna - bleyta upp í pappírnum með hreinsiefni og kveikja á grillinu. mbl.is/TikTok
mbl.is