Rut Káradóttir opnar ísbúð í Hveragerði

Rut Káradóttir ásamt fjölskyldu sinni.
Rut Káradóttir ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Einn þekktasti innanhússarkitekt landsins, Rut Káradóttir opnaði á dögunum nýja og glæsilega ísbúð í Hveragerði ásamt eiginmanni sínum Kristni Arnarsyni.

Ísbúðin heitir því skemmtilega nafni Bongó og er til húsa í hinu nýopnaða Gróðurhúsi, sem er hið glæsilegasta. Nafnið Bongó er engin tilviljun því einn frægasti api Íslandssögunnar hét því nafni. Sá fékk far með Elly Vilhjálms til Íslands árið 1958 og dvaldi stærsta hluta ævi sinnar í blómaskála Michelsens í Hveragerði.

Rut sá að sjálfsögðu um hönnunina á ísbúðinni en Ragnhildur Ragnarsdóttir á heiðurinn af grafískri hönnun. Að sjálfsögðu er boðið upp á ís frá Kjörís en Rut segir að Kjörís hafi meðal annars þróað með þeim nýjar tegundir af kúluís og jafnframt dregið fram gamlar uppskriftir að tegundum eins og núggat og romm & rúsínu.

Bongó er líklega fyrsta ísbúðin á landinu með vínveitingaleyfi og á matseðlinum eru svokallaðir „harðir sjeikar“ sem eru áfengar sjeikútgáfur af ýmsum þekktum drykkjum eins og White Russian, Irish coffee, Pina Colada og fleirum.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert