Lang besta kaffiboostið

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við erum einlægir aðdáendur góðra drykkja hér á matarvefnum en fátt er það sem toppar góðan kaffidrykk að okkar mati. Þá ekki síst ef hægt er að slá margar flugur í einu höggi og hafa hann bráðhollan í leiðinni. Þá er maður klárlega að græða.

Þessi drykkur er í stjörnuklassanum enda runninn undan rifjum Berglindar Hreiðars á Gotteri.is.

Kaffiboost

Dugar í 2-3 glös (eftir stærð)

  • 250 g vanilluskyr
  • 200 ml vanillumjólk
  • 1 banani
  • 1 espresso
  • 30 g Til hamingju döðlur
  • 60 g Bio Today múslí með kakó
  • 1 msk. Bio Today möndlu og kasjúhnetusmjör
  • 2 tsk. Bio Today „No Bee“ hunang
  • 1 lúka af klökum
Allt sett saman í blandara og blandað þar til kekkjalaust.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is