Vikumatseðillinn í boði Helgu Möggu

Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni …
Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni sinni helgamagga.is. mbl.is/Mynd aðsend

Helga Magga er næringarþjálfari og lögreglumaður sem heldur úti vefsíðunni helgamagga.is, þar sem hún deilir næringarríkum og macros vænum uppskriftum. Góð næring skiptir einfaldlega öllu máli fyrir góða líðan.

„Ég vil fyrst og fremst vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín og hvetjandi fyrir fólkið í kringum mig. Ég deili miklu á samfélagsmiðlum bæði af næringu og hreyfingu og reyni að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum. Ég reyni að taka lífinu ekki of alvarlega og það er alltaf stutt í húmorinn”, segir Helga Magga sem er að uppfæra heimasíðuna sína þessa dagana með enn fleiri spennandi uppskriftum. „Ég var einnig að byrja aftur að vinna eftir fæðingarorlof, yngsta barnið mitt er eins árs, svo það er margt í gangi og mikið stuð. Og þá er nú eins gott að næra sig vel fyrir öll þau verkefni sem maður er að fást við”, segir Helga Magga og bætir við; „Ég sé yfirleitt um eldamennskuna á heimilinu og maðurinn minn hefur hemil á börnunum og sinnir heimanáminu með þeim á meðan. Hann fær þó stundum að elda svona ekta pabbamat, steiktan fisk með lauksmjöri, kjötsúpu og annað slíkt - það er ekki beint mín sérgrein”, segir Helga Magga að lokum.

Hægt er að fylgjast með Helgu á TikTok HÉR og Instagram HÉR.

Mánudagur:
Eins mikið og ég elska að hafa fisk á mánudögum þá fá krakkarnir fisk í skólanum á mánudögum svo það er ekki vinsælt hjá þeim að fá fisk tvisvar á dag og ég skil það vel. Þessi kjúklingaréttur frá Önnu Mörtu hljómar dásamlega, pestóið hennar er það besta.

Þriðjudagur:
Ég elska þennan fiskrétt, hann er svo einfaldur og það er hægt að notast við það grænmeti sem er til í ísskápnum hverju sinni og sniðugt að nota grænmeti sem er komið á síðasta séns. Ég sýð yfirleitt bankabygg með honum.

Miðvikudagur:
Þessi réttur hljómar mjög vel og er krakkavænn, börn elska núðlur.

Fimmtudagur:
Chilli con carne er svo gott og einfalt. Ég geri oft tvöfalda uppskrift til að eiga afganga daginn eftir.

Föstudagur:
Próteinpizzan er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og gaman að baka hana saman. Djúsí og góð en samt svo létt í magann. Þetta er vinsælasta uppskriftin af vefsíðunni minni.

Laugardagur:
Við elskum öll mexíkóskan mat svo þessi uppskrift mun örugglega slá í gegn hérna hjá fjölskyldunni minni.

Sunnudagur:
Þetta er einn af réttunum sem maðurinn minn sér um að elda, svo gott með kartöflumús.

mbl.is