Kjúklingavefjurnar sem krakkarnir elskuðu

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Börnin mín eru hörðustu gagnrýnendurnir þegar kemur að eldamennsku minni. Þessar vefjur fengu hinsvegar fullt hús stiga og eins og sonur minn sagðir þá eru þær "banging"!“ segir Berglind Guðmunds á GRGS.is um þessar geggjuðu vefjur sem vert er að prófa.

„Banging“ kjúklingavefjur með avacado og nachos

Sósa:

 • 180 g sýrður rjómi
 • 180 g salsa sósa
 • 1 1/2 tsk taco krydd, t.d. mexikaninn frá Kryddhúsinu

Burrito:

 • 4 stórar tortillur
 • iceberg kál niðurskorið
 • 2 tómatar, skornir í litla bita
 • 200 g cheddar ostur
 • 2-3 eldaðar kjúklingabringur, rifnar niður
 • 1 poki ostaflögur
 • 1 avacado

Leiðbeiningar

 1. Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í skál.
 2. Setjið 1 msk af sósunni á tortillu og raðið svo káli, kjúklingi, avacado, tómötum, flögum og cheddar ost. Toppið með 1 msk af sósunni og rúllið vefjuna upp.
 3. Endurtakið með hinar tortillurnar og njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert