Þrjú sniðug húsráð úr einum ávexti

mbl.is/Colourbox

Við elskum þegar afgangar úr ísskápnum geta reynst okkur nytsamlegir í heimilisþrifunum. Hér eru þrjú góð ráð þar sem þú getur nýtt þér afgangs sítrónu.

  1. Taktu hálfan sítrónuhelming og stráðu natron yfir „sárið“. Nuddaðu vaskinn vel með sítrónunni til að fá góðan ilm og skínandi hreinan vask.
  2. Taktu afgangs sítrónubita og settu í krukku ásamt tveimur bollum af ediki og láttu standa í eina viku. Helltu því næst blöndunni í brúsa og þú ert komin með fullkomið hreingerningarsprey í hendurnar.
  3. Settu afgangs sítrónu í pott með vatni og hitaðu að suðu. Þetta mun losa um alla vonda lykt á heimilinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert