Mexíkórétturinn sem passar í kvöldmatinn og í partýið

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Talandi um alslemmu þá fellur þessi uppskrift klárlega í þann flokk. Um er að ræða nachos sem sundum er líka kallað super-nachos sakir stærðar sinnar.

Eins og Berglind Hreiðars á Gotteri.is útbýr uppskriftina þá má allt eins bjóða upp á réttinn í kvöldmat eins og í næsta partý.

Supernachos

Nachos

  • 500 g nautahakk
  • 1 poki Old El Paso Tacokrydd
  • 1 krukka Old El Paso salsasósa
  • 1 poki Old El Paso Original nachosflögur
  • 1 dós svartar baunir (400 g)
  • Rifinn ostur
  • Isio 4 matarolía til steikingar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Steikið hakkið upp úr olíu og kryddið með Taco kryddi.
  3. Hellið salsa sósunni yfir í lokin og hitið aðeins.
  4. Raðið síðan í eldfast mót í eftirfarandi röð: Nachos flögur, hakk, ostur, svartar baunir…endurtakið síðan þar til allt er búið.
  5. Það má ýmist raða þessu hátt upp líkt og hér er gert eða dreifa betur úr hráefnunum í stóra ofnskúffu.
  6. Toppið síðan með fersku grænmeti og sýrðum rjóma (sjá tillögur að neðan).
  7. Einnig er gott að hafa auka nachos flögur í skál og njóta með Old El Paso ostasósu, guacamole eða salsasósu.

Toppur

  • Avókadó (1-2 stk)
  • Piccolo tómatar (1 box)
  • Sýrður rjómi (ein dós)
  • Jalapeno (má sleppa)
  • Kóríander
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert