Þrjú þrif leynitrix sem allir verða að kunna

mbl.is/Colourbox

Hér færum við ykkur þrjú afskaplega mikilvæg atriði sem vert er að nota í eldhúsinu.

Númer eitt:
Þrífið ísskápinn með ediki og vatni og bætið tveimur skeiðum af vanilludropum saman við. Það mun gefa góðan angan í þrifin.

Númer tvö:
Hellið barnaolíu á vaskinn eftir að hafa þrifið hann. Það mun halda vaskinum lengur skínandi hreinum þar sem óhreinindin renna af.

Númer þrjú:
Notið kaffirestar (korkinn) til að drepa niður vonda lykt í ísskápnum. Setjið í litla skál og látið standa inn í ísskáp þar til lyktin er bak og burt.

mbl.is