Svona kemur eldhúspappír að góðum notum

Eldhúsrúllur koma víða við sögu í eldhúsinu.
Eldhúsrúllur koma víða við sögu í eldhúsinu. mbl.is/madbibelen.dk

Eldhúsrúllur geta verið hið mesta þarfaþing að grípa í til að þurrka upp bleytu eða óhreinindi af eldhúsbekknum. En pappírinn kemur einnig að góðum notum inn í ísskáp.

Það sem fólkið á netheimunum þessa dagana er að ræða hvað hæst, er hvernig þú viðheldur salati lengur en ella og það með þessu einföldu ráði. Salat á nefnilega til að skemmast allt of fljótt í ísskápnum heima. Eldhúspappír er rakadrægur og því fullkominn til að leggja með ofan í poka af salati til að salatið haldist hvað ferskast sem lengst. Sumir vilja meina að nóg sé að setja pappír beint ofan í pokann á meðan aðrir mæla með að taka salatið upp úr, leggja pappír á botninn og setja salatið þar ofan á. Hvort sem heldur, þá er þessi aðferð vel þess virði að prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert