Nýtt borðstofuljós sem hittir í mark

mbl.is/Nuura

Sumt er einfaldlega bara það fallegt að ekkert virðist geta skyggt á það. Í þessu tilviki vitnum við í ný borðstofuljós sem fá hjartað til að slá örlítið hraðar.

Danski ljósaframleiðandinn Nuura, hefur varla slegið feilnótu eftir að hafa kynnt fyrsta lampann til sögunnar fyrir fáeinum árum. Hér eru gæði og fagurfræðin sem haldast þétt í hendur og endurspeglast í glæsilegri hönnun. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að góð lýsing sé nauðsynleg fyrir vellíðan okkar og ekki skemmir fyrir ef hún er falleg ásjónu.

Ný ljós frá Nuura voru kynnt nú á dögunum og kallast Rizzatto. En þau eru hönnuð af hinum þekkta ljósahönnuði Paolo Rizzatto, sem á sér langan og frægan feril á sviði lýsingar og þá sér í lagi fyrir glæst útlit eins og við sjáum á meðfylgjandi myndum.

mbl.is/Nuura
mbl.is/Nuura
mbl.is/Nuura
mbl.is