Kjúklingur í spicy-mangósósu

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Meistari Berglind Guðmunds á GRGS.is á heiðurinn af þessri uppskrift sem er algjört æði. Einn af þessum réttum sem klikka ekki og kemst fljótt á „uppáhalds“-lista fjölskyldunnar.

Kjúklingur í spicy-mangósósu

Fyrir 3-4

 • 1/2 rauðlaukur, saxaður
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 1/2 púrrulaukur, sneiddur
 • 1 paprika, smátt skorin
 • 2 msk. ólífuolía
 • 3 dl rjómi
 • 1 tsk. sambal oelek
 • 2-3 msk. mango chutney
 • salt og pipar
 • 3-4 kjúklingabringur
 • rifinn ostur

Leiðbeiningar

 1. Látið olíu á pönnu og steikið grænmetið í 2-3 mínútur við meðalhita eða þar til það er farið að mýkjast.
 2. Bætið rjóma, sambal oelek og mango chutney út á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Látið malla við vægan hita í 3-4 mínútur.
 3. Brúnið kjúklingabringurnar á báðum hliðum.
 4. Látið kjúklingabringurnar í ofnfast mót og hellið sósunni yfir.
 5. Setjið rifinn ost yfir allt og eldið í 180 °C heitum ofni í 20-25 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn.
 6. Mér finnst gott að láta á grill í 1-2 mínútur til að brúna ostinn.
 7. Berið fram með hrísgrjónum eða pasta og einföldu salati.
mbl.is