Er þörf á að skola leirtau fyrir þvott

Skolar þú leirtauið áður en þú setur það í uppþvottavélina?
Skolar þú leirtauið áður en þú setur það í uppþvottavélina? mbl.is/Skall_PR

Skolar þú skítuga diska og skálar sem eiga að fara í uppvottavélina - eða setur þú leirtauið með matarleifum inn í vélina sjálfa? Þetta er málefni sem margir geta verið ósammála um og þá leitum við svara. 

Sérfræðingar í þrifum þarna úti telja að engin þörf sé á að skola leirtauið fyrir þvott, því í flestum nýjum uppþvottavélatöflum finnast það öflug efni (þar á meðal ensím), sem brjóta matinn niður í minnstu agnir. Þó er mælst með að skafa helstu matarleifarnar af í ruslið, þar sem maturinn getur sest í filterinn og síurnar og byrjað að lykta ef þú þrífur ekki reglulega eða oftar en vani er. 

mbl.is