Bestu skipulagsráð síðari ára!

Það er mikilvægt að vera með gott skipulag í eldhúsinu.
Það er mikilvægt að vera með gott skipulag í eldhúsinu. mbl.is/hth-kitchen.com

Hversu mikið er nóg? Það eru margir sem láta ekki aðventuna renna frá sér fyrr en búið er að pússa alla glugga og skúra gólfin margoft í mánuðinum. En þessi atriði hér ættu jafnvel að fara á listann, því það er gott að vera búinn að grisja úr skápum og skúffum fyrir hugsanlegum jólagjöfum sem eru jafnvel á óskalistinum þetta árið - ef við erum heppin.

Hversu margar trésleifar eru of margar - fimm, tíu eða tuttugu? Og hversu margar stálskeiðar þurfum við að eiga sem gera ekkert annað en að skrapa fínu pottana okkar (nema við séum með stálpotta). Núna er rétti tíminn til að hreinsa til í skápunum og rýma til. Það kannast eflaust margar barnafjölskyldur við að vera með fullt af smábarnahnífapörum sem löngu eru komin úr notkun, eða gamlan dósamat - jafnvel gamla brotna diska sem ættu að rata í tunnuna. Hér koma nokkur af okkar bestu skipulagsráðum sem við höfum deilt hér á matarvefnum. 

mbl.is