Sjúklegt eldhús hjá danska draumakokkinum

Danski kokkurinn Claus Meyer ásamt eiginkonu sinni, bjóða árlega til …
Danski kokkurinn Claus Meyer ásamt eiginkonu sinni, bjóða árlega til veislu á aðventunni. mbl.is/Georg Jensen damask

Það er enginn annar en Claus Meyer sem bíður heim þessi jólin. Eða leyfir okkur að skyggnast inn í töfraheim jólanna í eldhúsinu heima. 

Claus er þekktur sjónvarpskokkur og bókahöfundur í Danaveldi og gerir það gott. Hér hefur hann lagt á borð og deilir ástríðu sinni á matarborðinu. Litríkur dúkur frá Georg Jensen damask, leirtau og gúrme matur er hér í forgrunni - en Claus segist elska að fara á flóamarkaði og næla sér í gamalt jólaskraut með sögu. Kokkurinn og konan hans, Christina, eru vön að halda árlega jólaboð á aðventunni, þar sem þau fá til sín góða gesti. Mikið væri nú gaman að vera á þeim gestalista, ef þið spyrjið okkur. 

mbl.is/Georg Jensen damask
mbl.is/Georg Jensen damask
mbl.is/Georg Jensen damask
mbl.is/Georg Jensen damask
mbl.is