Eldhúsnýjung sem breytir heiminum

Grænt og vænt! Nýtt eldhús frá Svane Kökkenet.
Grænt og vænt! Nýtt eldhús frá Svane Kökkenet. mbl.is/Svane Kökkenet

Straumar og stefnur í innanhússhönnun eiga það til að endurspegla þá stefnu sem við sjáum í samfélaginu - og það sjáum við í nýju eldhúsi frá Svane Kökkenet. Náttúran er víða í fyrirrúmi og við höfum séð grænlituð eldhús í ýmsum tónum. Eins höfum við séð beige lituð eldhús koma sterklega inn og þar reikar hugurinn á langar sandstrendur. 

Svane Kökkenet kynnti undir lok síðasta árs, nýtt eldhús er kallast INFINITY - en liturinn á því hefur hlotið nafnið 'Leaf', sem dregið er af náttúrunnar litum. En þegar talað er um grænt eldhús, þá á það ekki bara við um litinn. Því þetta eldhús er framleitt með tilliti til umhverfisins, þar sem framhliðarnar eru gerðar úr endurunnum efnum - og úr verður ákveðin hringrás (eða INFINITY). Þessum fréttum ber svo sannarlega að fagna, en eldhúsið verður formlega sett á markað nú í janúar mánuði. 

mbl.is/Svane Kökkenet
mbl.is/Svane Kökkenet
mbl.is