Húsráðið þar sem sykur er í aðalhlutverki

Sykur er sætur og kemur að góðum notum í þrifin.
Sykur er sætur og kemur að góðum notum í þrifin. mbl.is/Standard.co.uk

Okkur óraði ekki fyrir að sykursætu molarnir gætu verið svona áhrifaríkir í þrifum.

Sykurmolar sjást ekki oft á borðum nú til dags, eins og áður var. Enga síður eru þeir hér að gera stórkostlega hluti í að þrífa bökunarplötuna sem á það til að verða óhrein við minnstu notkun.

Og þetta er ekki flókið verk að framkvæma en mun krefjast nokkurra sykurmola ef platan er mikið óhrein.

  • Þú byrjar á því að skola plötuna með vatni og hellir því mesta af.
  • Taktu því næst sykurmola og nuddaðu óhreinindin með þeim. Þú munt sjá matarleyfarnar leysast upp á meðan þú nuddar þeim á.
  • Skolaðu og þvoðu plötuna eins og vani er - og þurrkaðu vel að lokum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert