Liverpool með tilboð í leikmann Roma

Paul Pogba og Lorenzo Pellegrini eigast við í leik Manchester …
Paul Pogba og Lorenzo Pellegrini eigast við í leik Manchester United og Roma í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í maí. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur lagt fram tilboð í ítalska miðjumanninn Lorenzo Pellegrini. Það er ítalski miðillinn Corriere dello Sport sem greinir frá þessu.

Miðjumaðurinn, sem er 24 ára gamall, var fyrirliði Roma á síðustu leiktíð en hann er sagður vera með ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa ítalska félagið fyrir tæplega 26 milljónir punda.

Pellegrini hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allan vetur eða allt frá því að það varð ljóst að Georginio Wijnaldum myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar.

Miðjumaðurinn hefur verið fastamaður í ítalska landsliðinu undanfarin ár en hann á að baki 17 A-landsleiki og er í ítalska hópnum sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins sem hefst á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert