Ólust upp við kröpp kjör

Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp ...
Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp með silfurskeið í munninum. Samsett mynd

Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munninum jafnvel þrátt fyrir að líf þeirra líti í dag út fyrir að vera ekkert nema dans á rósum. Fjölmargar stjörnur sem vita ekki aura sinna tal í dag ólust upp við allt annað en ríkidæmi eins og Insider fór yfir. 

Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin ólst upp í fátækt. Fyrstu árin bjó hún hjá ömmu sinni þar sem hún klæddist meðal annars fötum gerðum úr kartöflupokum þar sem ekki voru til peningar fyrir fötum.

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Leonardo DiCaprio

Stórleikarinn hefur greint frá því að hann hafði alltaf áhyggjur af peningum þegar hann var að alast upp. Leiklistin var hans leið til þess að hafa sleppa undan áhyggjum af hvernig fjölskylda hans hefði efni á hinu og þessu. 

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Demi Moore

Leikkonan hætti í skóla og flutti að heiman 16 ára eftir að hafa alist upp í hjólhýsahverfi hjá foreldrum sem glímdu við áfengisvanda. 

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Hilary Swank

Óskarsverðlaunaleikkonan flutti til Kaliforníu með móður sinni eftir að sú síðarnefnda missti vinnuna. Til að byrja með bjuggu þær í bíl. „Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta. Ég er bara stelpa úr hjólhýsahverfi sem átti sér draum,“ sagði hún eitt sinn. 

Hilary Swank.
Hilary Swank. AFP

Nicki Minaj 

Tónlistarkonan ólst upp við erfiðar aðstæður en faðir hennar var fíkill og seldi meðal annars hlutina þeirra til þess að eiga fyrir efnum. Hann kveikti líka einu sinni í húsinu þeirra á meðan móðir hennar var þar inni. 

Nicki Minaj.
Nicki Minaj. AFP

Mark Wahlberg

Leikarinn kom frá brotnu heimili og á unglingsárunum seldi hann eiturlyf, neytti eiturlyfja og tók þátt í slagsmálum. Hann var meira að segja kærður fyrir tilraun til manndráps en sat aðeins inni í 45 daga þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára dóm. 

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Jim Carrey

Faðir leikarans missti vinnuna þegar Carrey var 12 ára. Það leiddi til þess að fjölskyldan bjó í litlum sendibíl um tíma. Hann vann síðan með skóla til þess að hjálpa til á heimilinu. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Jay-Z

Tónlistarmaðurinn ólst upp hjá móður sinni í Brooklyn en faðir hans fór frá fjölskyldunni. Jay-Z byrjaði að vinna fyrir sér með því að selja fíkniefni en hætti áður en fór illa. 

Jay-Z.
Jay-Z. AFP

Leighton Meester

Gossip Girl-leikkonan fæddist í fangelsi þar sem móðir hennar sat inni vegna fíkniefna. Meester ólst því upp hjá ömmu sinni þangað til móðir hennar losnaði úr fangelsi. 

Leighton Meester.
Leighton Meester. AFP

Sarah Jessica Parker

Leikkonan man eftir því að hafa verið fátæk þegar hún var yngri. Hún og systkini hennar tóku þátt í leikritum í New York en laun þeirra fóru í það að borga reikninga fjölskyldu hennar. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP
mbl.is

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

10:00 Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

05:00 Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

í gær Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

í gær Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »