Ólust upp við kröpp kjör

Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp …
Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp með silfurskeið í munninum. Samsett mynd

Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munninum jafnvel þrátt fyrir að líf þeirra líti í dag út fyrir að vera ekkert nema dans á rósum. Fjölmargar stjörnur sem vita ekki aura sinna tal í dag ólust upp við allt annað en ríkidæmi eins og Insider fór yfir. 

Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin ólst upp í fátækt. Fyrstu árin bjó hún hjá ömmu sinni þar sem hún klæddist meðal annars fötum gerðum úr kartöflupokum þar sem ekki voru til peningar fyrir fötum.

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Leonardo DiCaprio

Stórleikarinn hefur greint frá því að hann hafði alltaf áhyggjur af peningum þegar hann var að alast upp. Leiklistin var hans leið til þess að hafa sleppa undan áhyggjum af hvernig fjölskylda hans hefði efni á hinu og þessu. 

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Demi Moore

Leikkonan hætti í skóla og flutti að heiman 16 ára eftir að hafa alist upp í hjólhýsahverfi hjá foreldrum sem glímdu við áfengisvanda. 

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Hilary Swank

Óskarsverðlaunaleikkonan flutti til Kaliforníu með móður sinni eftir að sú síðarnefnda missti vinnuna. Til að byrja með bjuggu þær í bíl. „Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta. Ég er bara stelpa úr hjólhýsahverfi sem átti sér draum,“ sagði hún eitt sinn. 

Hilary Swank.
Hilary Swank. AFP

Nicki Minaj 

Tónlistarkonan ólst upp við erfiðar aðstæður en faðir hennar var fíkill og seldi meðal annars hlutina þeirra til þess að eiga fyrir efnum. Hann kveikti líka einu sinni í húsinu þeirra á meðan móðir hennar var þar inni. 

Nicki Minaj.
Nicki Minaj. AFP

Mark Wahlberg

Leikarinn kom frá brotnu heimili og á unglingsárunum seldi hann eiturlyf, neytti eiturlyfja og tók þátt í slagsmálum. Hann var meira að segja kærður fyrir tilraun til manndráps en sat aðeins inni í 45 daga þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára dóm. 

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Jim Carrey

Faðir leikarans missti vinnuna þegar Carrey var 12 ára. Það leiddi til þess að fjölskyldan bjó í litlum sendibíl um tíma. Hann vann síðan með skóla til þess að hjálpa til á heimilinu. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Jay-Z

Tónlistarmaðurinn ólst upp hjá móður sinni í Brooklyn en faðir hans fór frá fjölskyldunni. Jay-Z byrjaði að vinna fyrir sér með því að selja fíkniefni en hætti áður en fór illa. 

Jay-Z.
Jay-Z. AFP

Leighton Meester

Gossip Girl-leikkonan fæddist í fangelsi þar sem móðir hennar sat inni vegna fíkniefna. Meester ólst því upp hjá ömmu sinni þangað til móðir hennar losnaði úr fangelsi. 

Leighton Meester.
Leighton Meester. AFP

Sarah Jessica Parker

Leikkonan man eftir því að hafa verið fátæk þegar hún var yngri. Hún og systkini hennar tóku þátt í leikritum í New York en laun þeirra fóru í það að borga reikninga fjölskyldu hennar. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál