Ólust upp við kröpp kjör

Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp ...
Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp með silfurskeið í munninum. Samsett mynd

Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munninum jafnvel þrátt fyrir að líf þeirra líti í dag út fyrir að vera ekkert nema dans á rósum. Fjölmargar stjörnur sem vita ekki aura sinna tal í dag ólust upp við allt annað en ríkidæmi eins og Insider fór yfir. 

Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin ólst upp í fátækt. Fyrstu árin bjó hún hjá ömmu sinni þar sem hún klæddist meðal annars fötum gerðum úr kartöflupokum þar sem ekki voru til peningar fyrir fötum.

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Leonardo DiCaprio

Stórleikarinn hefur greint frá því að hann hafði alltaf áhyggjur af peningum þegar hann var að alast upp. Leiklistin var hans leið til þess að hafa sleppa undan áhyggjum af hvernig fjölskylda hans hefði efni á hinu og þessu. 

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Demi Moore

Leikkonan hætti í skóla og flutti að heiman 16 ára eftir að hafa alist upp í hjólhýsahverfi hjá foreldrum sem glímdu við áfengisvanda. 

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Hilary Swank

Óskarsverðlaunaleikkonan flutti til Kaliforníu með móður sinni eftir að sú síðarnefnda missti vinnuna. Til að byrja með bjuggu þær í bíl. „Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta. Ég er bara stelpa úr hjólhýsahverfi sem átti sér draum,“ sagði hún eitt sinn. 

Hilary Swank.
Hilary Swank. AFP

Nicki Minaj 

Tónlistarkonan ólst upp við erfiðar aðstæður en faðir hennar var fíkill og seldi meðal annars hlutina þeirra til þess að eiga fyrir efnum. Hann kveikti líka einu sinni í húsinu þeirra á meðan móðir hennar var þar inni. 

Nicki Minaj.
Nicki Minaj. AFP

Mark Wahlberg

Leikarinn kom frá brotnu heimili og á unglingsárunum seldi hann eiturlyf, neytti eiturlyfja og tók þátt í slagsmálum. Hann var meira að segja kærður fyrir tilraun til manndráps en sat aðeins inni í 45 daga þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára dóm. 

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Jim Carrey

Faðir leikarans missti vinnuna þegar Carrey var 12 ára. Það leiddi til þess að fjölskyldan bjó í litlum sendibíl um tíma. Hann vann síðan með skóla til þess að hjálpa til á heimilinu. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Jay-Z

Tónlistarmaðurinn ólst upp hjá móður sinni í Brooklyn en faðir hans fór frá fjölskyldunni. Jay-Z byrjaði að vinna fyrir sér með því að selja fíkniefni en hætti áður en fór illa. 

Jay-Z.
Jay-Z. AFP

Leighton Meester

Gossip Girl-leikkonan fæddist í fangelsi þar sem móðir hennar sat inni vegna fíkniefna. Meester ólst því upp hjá ömmu sinni þangað til móðir hennar losnaði úr fangelsi. 

Leighton Meester.
Leighton Meester. AFP

Sarah Jessica Parker

Leikkonan man eftir því að hafa verið fátæk þegar hún var yngri. Hún og systkini hennar tóku þátt í leikritum í New York en laun þeirra fóru í það að borga reikninga fjölskyldu hennar. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP
mbl.is

Hera Björk í partístuði með systur sinni

09:00 Konur sem skipa sæti á listum Viðreisnar og stórvinkonur þeirra hittust á Petersensvítunni í Gamla bíó síðastliðinn föstudag. Meira »

Svöl penthouse-íbúð við Mánatún

06:00 Dökkgráir veggir, súkkulaðibrúnt parket og heimilisleg húsgögn einkenna 183 fm íbúð við Mánatún í Reykjavík. Persónulegur stíll fær að njóta sín og er íbúðin ekki eins og hjá öllum öðrum. Meira »

Algengasta lygin á Tinder

Í gær, 23:59 „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

Í gær, 21:00 Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað uppi á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

Í gær, 18:00 Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

Í gær, 15:00 Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

Í gær, 12:00 Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

í gær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

í gær Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »

Þessu verður þú að fylgjast með!

í fyrradag Það er leit að góðum bröndurum þessa dagana. Eftirfarandi eru 10 Instagrammarar sem þú verður að fylgjast með til að létta þér lífið í sumar. Meira »

Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

í fyrradag Stefnu­móta­markþjálf­inn Monica Parikh slær í gegn um þess­ar mund­ir. Hún er svo sér­fróð um ást­ina að hún hef­ur stofnað utan um viðfangs­efnið skóla. Hér ræðir hún nokkra hluti sem geta hindrað fólk í að finna ástina og fara í sambönd. Meira »

Berjarauðar varir og vængjuð augu

í fyrradag Í sumar eru dökkar berjalitaðar varir vinsælar og löng augnlína dregin í vængi. Alicia Vikender tekur útlitið á næsta stig.  Meira »

10 ferskustu sumarilmvötnin

í fyrradag Sama hvernig viðrar getur ferskur sumarilmur fært okkur sól og hita innra með okkur. Í ár streyma á markaðinn virkilega flott ilmvötn fyrir vor og sumar svo við tókum saman þau 10 ilmvötn sem okkur þykja passa vel við hækkandi hitastig, vonandi. Meira »

Setur á sig maska og spilar Céline Dion

í fyrradag Ástrós Traustadóttir getur verið einungis 15 mínútur að taka sig til dagsdaglega. Fyrir fínni tækifæri gefur hún sér þó einn til einn og hálfan tíma. Meira »

Hefur áður haldið fram hjá henni óléttri

21.5. „Ég frétti það frá „hinni konunni“ að ég hafði haft rétt fyrir mér allan tímann með það að maðurinn minn hélt fram hjá mér þegar ég var ólétt. Nú fjórum árum seinna er ég enn að fylgjast með honum.“ Meira »

Lykillinn að leggjafegurð Mcpherson

20.5. Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er þekkt fyrir langa og guðdómlega fótleggi. Þrátt fyrir að hún geti þakkað móður sinni fyrir leggjalengdina segir hún í nýjum pistli að mataræði og líkamsrækt skipti hana líka máli. Meira »

Besta leiðin til að fá það sem þú vilt í kynlífinu

20.5. Einungis 9% af fólki, samkvæmt rannsóknum, er ánægt með kynlífið sitt án þess að tala um það. 91% er óánægt með kynlífið og getur ekki talað um það heldur. Samskipti eru lykilatriði að mati Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings til að auka ánægjuna í svefnherberginu. Í þessu viðtali útskýrir hún árangursríkustu leiðirnar til að fá það sem manni langar á þessu sviði. Meira »

Tískutrendin 2018 að mati Söru

20.5. Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira »

9 brúðkaupsleyndarmál

20.5. Þegar stóri dagurinn hefur verið ákveðinn er í mörgu að snúast. Þeir sem hafa gengið í gegnum þennan viðburð í lífinu eru sammála um að dagurinn sé sérstakur, en það séu hlutir sem þeir hefðu viljað vita áður en þeir lögðu af stað í leiðangurinn. Meira »

Heima er staður fyrir ást

20.5. Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira »

Þegar ég byrjaði að elska vigtina

20.5. Það eru margir með gremju gagnvart húsgagni á heimilinu sem kallast vigt. Greinin fjallar um hvernig þú getur byrjaði að elska vigtina þína. Meira »