Ólust upp við kröpp kjör

Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp ...
Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp með silfurskeið í munninum. Samsett mynd

Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munninum jafnvel þrátt fyrir að líf þeirra líti í dag út fyrir að vera ekkert nema dans á rósum. Fjölmargar stjörnur sem vita ekki aura sinna tal í dag ólust upp við allt annað en ríkidæmi eins og Insider fór yfir. 

Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin ólst upp í fátækt. Fyrstu árin bjó hún hjá ömmu sinni þar sem hún klæddist meðal annars fötum gerðum úr kartöflupokum þar sem ekki voru til peningar fyrir fötum.

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Leonardo DiCaprio

Stórleikarinn hefur greint frá því að hann hafði alltaf áhyggjur af peningum þegar hann var að alast upp. Leiklistin var hans leið til þess að hafa sleppa undan áhyggjum af hvernig fjölskylda hans hefði efni á hinu og þessu. 

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Demi Moore

Leikkonan hætti í skóla og flutti að heiman 16 ára eftir að hafa alist upp í hjólhýsahverfi hjá foreldrum sem glímdu við áfengisvanda. 

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Hilary Swank

Óskarsverðlaunaleikkonan flutti til Kaliforníu með móður sinni eftir að sú síðarnefnda missti vinnuna. Til að byrja með bjuggu þær í bíl. „Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta. Ég er bara stelpa úr hjólhýsahverfi sem átti sér draum,“ sagði hún eitt sinn. 

Hilary Swank.
Hilary Swank. AFP

Nicki Minaj 

Tónlistarkonan ólst upp við erfiðar aðstæður en faðir hennar var fíkill og seldi meðal annars hlutina þeirra til þess að eiga fyrir efnum. Hann kveikti líka einu sinni í húsinu þeirra á meðan móðir hennar var þar inni. 

Nicki Minaj.
Nicki Minaj. AFP

Mark Wahlberg

Leikarinn kom frá brotnu heimili og á unglingsárunum seldi hann eiturlyf, neytti eiturlyfja og tók þátt í slagsmálum. Hann var meira að segja kærður fyrir tilraun til manndráps en sat aðeins inni í 45 daga þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára dóm. 

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Jim Carrey

Faðir leikarans missti vinnuna þegar Carrey var 12 ára. Það leiddi til þess að fjölskyldan bjó í litlum sendibíl um tíma. Hann vann síðan með skóla til þess að hjálpa til á heimilinu. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Jay-Z

Tónlistarmaðurinn ólst upp hjá móður sinni í Brooklyn en faðir hans fór frá fjölskyldunni. Jay-Z byrjaði að vinna fyrir sér með því að selja fíkniefni en hætti áður en fór illa. 

Jay-Z.
Jay-Z. AFP

Leighton Meester

Gossip Girl-leikkonan fæddist í fangelsi þar sem móðir hennar sat inni vegna fíkniefna. Meester ólst því upp hjá ömmu sinni þangað til móðir hennar losnaði úr fangelsi. 

Leighton Meester.
Leighton Meester. AFP

Sarah Jessica Parker

Leikkonan man eftir því að hafa verið fátæk þegar hún var yngri. Hún og systkini hennar tóku þátt í leikritum í New York en laun þeirra fóru í það að borga reikninga fjölskyldu hennar. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP
mbl.is

Stjörnur sem lita ekki hár sitt

15:00 Á meðan sumir lita ljótan hárlit sinn eða fela gráu hárin eru aðrir sem leyfa sínum náttúrulega hárlit að njóta sín.   Meira »

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

12:00 Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

09:00 Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

05:30 Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

Í gær, 23:59 Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

Í gær, 21:00 Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

Í gær, 18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

í gær Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

í gær Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

í gær Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

í gær „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

í gær Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

í fyrradag Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í fyrradag Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

18.10. Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

18.10. Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

18.10. Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

18.10. Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

17.10. Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

17.10. Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »