Ólust upp við kröpp kjör

Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp ...
Leonardo DiCaprio, Demi Moore og Jim Carrey ólust ekki upp með silfurskeið í munninum. Samsett mynd

Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munninum jafnvel þrátt fyrir að líf þeirra líti í dag út fyrir að vera ekkert nema dans á rósum. Fjölmargar stjörnur sem vita ekki aura sinna tal í dag ólust upp við allt annað en ríkidæmi eins og Insider fór yfir. 

Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin ólst upp í fátækt. Fyrstu árin bjó hún hjá ömmu sinni þar sem hún klæddist meðal annars fötum gerðum úr kartöflupokum þar sem ekki voru til peningar fyrir fötum.

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Leonardo DiCaprio

Stórleikarinn hefur greint frá því að hann hafði alltaf áhyggjur af peningum þegar hann var að alast upp. Leiklistin var hans leið til þess að hafa sleppa undan áhyggjum af hvernig fjölskylda hans hefði efni á hinu og þessu. 

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Demi Moore

Leikkonan hætti í skóla og flutti að heiman 16 ára eftir að hafa alist upp í hjólhýsahverfi hjá foreldrum sem glímdu við áfengisvanda. 

Demi Moore.
Demi Moore. AFP

Hilary Swank

Óskarsverðlaunaleikkonan flutti til Kaliforníu með móður sinni eftir að sú síðarnefnda missti vinnuna. Til að byrja með bjuggu þær í bíl. „Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta. Ég er bara stelpa úr hjólhýsahverfi sem átti sér draum,“ sagði hún eitt sinn. 

Hilary Swank.
Hilary Swank. AFP

Nicki Minaj 

Tónlistarkonan ólst upp við erfiðar aðstæður en faðir hennar var fíkill og seldi meðal annars hlutina þeirra til þess að eiga fyrir efnum. Hann kveikti líka einu sinni í húsinu þeirra á meðan móðir hennar var þar inni. 

Nicki Minaj.
Nicki Minaj. AFP

Mark Wahlberg

Leikarinn kom frá brotnu heimili og á unglingsárunum seldi hann eiturlyf, neytti eiturlyfja og tók þátt í slagsmálum. Hann var meira að segja kærður fyrir tilraun til manndráps en sat aðeins inni í 45 daga þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára dóm. 

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. AFP

Jim Carrey

Faðir leikarans missti vinnuna þegar Carrey var 12 ára. Það leiddi til þess að fjölskyldan bjó í litlum sendibíl um tíma. Hann vann síðan með skóla til þess að hjálpa til á heimilinu. 

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP

Jay-Z

Tónlistarmaðurinn ólst upp hjá móður sinni í Brooklyn en faðir hans fór frá fjölskyldunni. Jay-Z byrjaði að vinna fyrir sér með því að selja fíkniefni en hætti áður en fór illa. 

Jay-Z.
Jay-Z. AFP

Leighton Meester

Gossip Girl-leikkonan fæddist í fangelsi þar sem móðir hennar sat inni vegna fíkniefna. Meester ólst því upp hjá ömmu sinni þangað til móðir hennar losnaði úr fangelsi. 

Leighton Meester.
Leighton Meester. AFP

Sarah Jessica Parker

Leikkonan man eftir því að hafa verið fátæk þegar hún var yngri. Hún og systkini hennar tóku þátt í leikritum í New York en laun þeirra fóru í það að borga reikninga fjölskyldu hennar. 

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. AFP
mbl.is

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

05:00 Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

Í gær, 22:00 Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

Í gær, 19:13 Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

Í gær, 18:00 Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

Í gær, 15:00 Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

Í gær, 11:00 Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

í gær Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

í fyrradag Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

í fyrradag Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

í fyrradag Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

í fyrradag Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

í fyrradag Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

16.6. Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

15.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

15.6. Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

15.6. Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

15.6. „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

15.6. Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

15.6. Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

14.6. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »