14 hlutir sem þú þarft að kunna um fertugt

Katie Holmes og Rachel McAdams verða fertugar á árinu.
Katie Holmes og Rachel McAdams verða fertugar á árinu. Samsett mynd

Shelly Emling, ritstjóri The Girlfriend og fyrrverandi rithöfundur, tók saman nokkra hluti sem konur eiga að kunna þegar þær verða fertugar. 

1. Hættu að biðjast afsökunar

Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á öllu. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á að hafa ekki haft tíma til að raka þig áður en þú ferð til kvensjúkdómalæknis. Ef þú ert of upptekin til að vinna sjálfboðaliðastarf, eða nennir því ekki, segðu bara að þú getir það ekki. Ekki afsaka þig. Geymdu afsökunarbeðnina þangað til þú hefur í raun og veru gert mistök, eins og ef þú bakkar óvart á bíl nágrannans.

2. Lærðu að ljúga blákalt „Takk mig langaði einmitt í þetta“

„Þú lítur vel út í þessu.“ „Ég lofa að segja engum.“ Stundum þarftu ekki að segja allan sannleikann, lærðu að komast fram hjá því að særa einhvern eða koma einhverjum í uppnám með einföldum lygum. Segðu sannleikann þegar þú getur, en þegar þú þarft að ljúga, gerðu það blákalt.

3. Vertu með þykkan skráp

Lífið getur verið erfitt stundum. Þú færð á þig gagnrýni sem getur verið erfitt að heyra. Gagnrýni getur verið góð og eyðileggur líf þitt ekki á svipsstundu. Settu hlutina í stóra samhengið og þá sérðu að þeir skipta ekki jafnmiklu máli og þú hélst fyrst um sinn.

4. Nýttu stundirnar sem þú ert ein

Nokkrir klukkutímar eða heill dagur án krakkanna geta verið fáir. Fyrsta hugsunin er oft að koma öllu í verk á þeim tíma. Njóttu frekar þeirra fáu stunda sem þú átt ein. Þú getur til dæmis nýtt þær í eitthvert áhugamál eða hliðarverkefni sem þú átt sjálf.

5. Lærðu á kynfæri þín

Já þú átt að geta logið, en ekki ljúga til um fullnægingu. Lærðu á sjálfa þig og segðu maka þínum hvað þarf til.

6. Lærðu að nota titrara

Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum mæla með notkun kynlífstækja til að auka kynheilbrigði kvenna. Kauptu þér því titrara og taktu hann með í rúmið. Ef þér finnst það eitthvað vandræðalegt, minntu sjálfa þig á að læknar mæla með þeim.

Zoë Saldana og Katherine Heigl verða fertugar á árinu.
Zoë Saldana og Katherine Heigl verða fertugar á árinu. Samsett mynd

7. Lærðu að meta mismunandi vinskap

Góðir vinir eru mjög mikilvægir. Það er líka mikilvægt að þekkja mismunandi fólk til að upplifa ólík viðhorf til lífsins. Það er líka skemmtilegt að eiga vini sem eru ekki allir sama týpan. Það er ekki ólöglegt að eiga vinkonur sem eru 10 árum eldri eða yngri en þú.

8. Skrásettu hversdagslegu hlutina sem skipta máli

Auk þess að skrásetja tímamót í lífi þínu og fjölskyldu þinnar er einnig gaman að eiga myndir og myndbönd af hversdagslegum kvöldverði. Þú manst kannski hvernig herbergi barna þinna voru þegar þau voru 7 ára, en kannski manstu það ekki. Hversdagslegu hlutirnir eru líka góðar minningar fyrir þig og fjölskyldu þína.

9. Það er í lagi að fara sofa klukkan 9 á kvöldin

Það er meira að segja í lagi að fara sofa klukkan 8.

10. Það er hættulegt að taka maka sínum sem gefnum hlut

Fólk sem hefur verið í sambandi í mörg ár á það til að taka maka sínum sem gefnum hlut. Taktu eftir litlu hlutunum sem maki þinn gerir fyrir þig.

11. Gott viðmót kemur þér langt

Gott skap smitar út frá sér. Það gerir líka vont skap, umkringdu þig fólki sem hefur jákvæð áhrif á þig og reyndu að hafa jákvæð áhrif á það.

12. Vertu til staðar fyrir fólkið þitt

Þegar fólkið þitt er að ganga í gegnum eitthvað erfitt, eins og fráfall einhvers nákomins eða skilnað, vertu til staðar fyrir það. Vinir þínir munu kunna að meta það og verða þakklátir fyrir nærveru þína. Það mun einnig styrkja samband ykkar að vera saman á erfiðum tímum, en líka á gleðistundum.

13. Lærðu að þótt einhver sé upptekinn 24/7 er hann ekki mikilvægari eða æðri öðrum

Ef þú ert alltaf upptekinn, þá ertu einmitt það, upptekinn.

14. Það snýst ekki allt um þig

Ótrúlegt en satt þá snýst heimurinn ekki í kringum þig. Þegar maður er ungur þá á maður það til að finnast veröldin snúast í kringum mann. Þú átt eftir að læra það að lífið snýst ekki alltaf um þig, heldur er fólk almennt upptekið af sjálfu sér. Ef einhver segir eitthvað sem særir þig, er nánast öruggt að það tengist einhverju sem er í gangi í þeirra lífi en ekki þér og þínu lífi.

Maður þarf að kunna margt þegar maður er 40 ára.
Maður þarf að kunna margt þegar maður er 40 ára. ThinkstockPhotos
mbl.is

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

09:00 Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í gær Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í gær Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

í gær „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »