14 hlutir sem þú þarft að kunna um fertugt

Katie Holmes og Rachel McAdams verða fertugar á árinu.
Katie Holmes og Rachel McAdams verða fertugar á árinu. Samsett mynd

Shelly Emling, ritstjóri The Girlfriend og fyrrverandi rithöfundur, tók saman nokkra hluti sem konur eiga að kunna þegar þær verða fertugar. 

1. Hættu að biðjast afsökunar

Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á öllu. Þú þarft ekki að biðjast afsökunar á að hafa ekki haft tíma til að raka þig áður en þú ferð til kvensjúkdómalæknis. Ef þú ert of upptekin til að vinna sjálfboðaliðastarf, eða nennir því ekki, segðu bara að þú getir það ekki. Ekki afsaka þig. Geymdu afsökunarbeðnina þangað til þú hefur í raun og veru gert mistök, eins og ef þú bakkar óvart á bíl nágrannans.

2. Lærðu að ljúga blákalt „Takk mig langaði einmitt í þetta“

„Þú lítur vel út í þessu.“ „Ég lofa að segja engum.“ Stundum þarftu ekki að segja allan sannleikann, lærðu að komast fram hjá því að særa einhvern eða koma einhverjum í uppnám með einföldum lygum. Segðu sannleikann þegar þú getur, en þegar þú þarft að ljúga, gerðu það blákalt.

3. Vertu með þykkan skráp

Lífið getur verið erfitt stundum. Þú færð á þig gagnrýni sem getur verið erfitt að heyra. Gagnrýni getur verið góð og eyðileggur líf þitt ekki á svipsstundu. Settu hlutina í stóra samhengið og þá sérðu að þeir skipta ekki jafnmiklu máli og þú hélst fyrst um sinn.

4. Nýttu stundirnar sem þú ert ein

Nokkrir klukkutímar eða heill dagur án krakkanna geta verið fáir. Fyrsta hugsunin er oft að koma öllu í verk á þeim tíma. Njóttu frekar þeirra fáu stunda sem þú átt ein. Þú getur til dæmis nýtt þær í eitthvert áhugamál eða hliðarverkefni sem þú átt sjálf.

5. Lærðu á kynfæri þín

Já þú átt að geta logið, en ekki ljúga til um fullnægingu. Lærðu á sjálfa þig og segðu maka þínum hvað þarf til.

6. Lærðu að nota titrara

Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum mæla með notkun kynlífstækja til að auka kynheilbrigði kvenna. Kauptu þér því titrara og taktu hann með í rúmið. Ef þér finnst það eitthvað vandræðalegt, minntu sjálfa þig á að læknar mæla með þeim.

Zoë Saldana og Katherine Heigl verða fertugar á árinu.
Zoë Saldana og Katherine Heigl verða fertugar á árinu. Samsett mynd

7. Lærðu að meta mismunandi vinskap

Góðir vinir eru mjög mikilvægir. Það er líka mikilvægt að þekkja mismunandi fólk til að upplifa ólík viðhorf til lífsins. Það er líka skemmtilegt að eiga vini sem eru ekki allir sama týpan. Það er ekki ólöglegt að eiga vinkonur sem eru 10 árum eldri eða yngri en þú.

8. Skrásettu hversdagslegu hlutina sem skipta máli

Auk þess að skrásetja tímamót í lífi þínu og fjölskyldu þinnar er einnig gaman að eiga myndir og myndbönd af hversdagslegum kvöldverði. Þú manst kannski hvernig herbergi barna þinna voru þegar þau voru 7 ára, en kannski manstu það ekki. Hversdagslegu hlutirnir eru líka góðar minningar fyrir þig og fjölskyldu þína.

9. Það er í lagi að fara sofa klukkan 9 á kvöldin

Það er meira að segja í lagi að fara sofa klukkan 8.

10. Það er hættulegt að taka maka sínum sem gefnum hlut

Fólk sem hefur verið í sambandi í mörg ár á það til að taka maka sínum sem gefnum hlut. Taktu eftir litlu hlutunum sem maki þinn gerir fyrir þig.

11. Gott viðmót kemur þér langt

Gott skap smitar út frá sér. Það gerir líka vont skap, umkringdu þig fólki sem hefur jákvæð áhrif á þig og reyndu að hafa jákvæð áhrif á það.

12. Vertu til staðar fyrir fólkið þitt

Þegar fólkið þitt er að ganga í gegnum eitthvað erfitt, eins og fráfall einhvers nákomins eða skilnað, vertu til staðar fyrir það. Vinir þínir munu kunna að meta það og verða þakklátir fyrir nærveru þína. Það mun einnig styrkja samband ykkar að vera saman á erfiðum tímum, en líka á gleðistundum.

13. Lærðu að þótt einhver sé upptekinn 24/7 er hann ekki mikilvægari eða æðri öðrum

Ef þú ert alltaf upptekinn, þá ertu einmitt það, upptekinn.

14. Það snýst ekki allt um þig

Ótrúlegt en satt þá snýst heimurinn ekki í kringum þig. Þegar maður er ungur þá á maður það til að finnast veröldin snúast í kringum mann. Þú átt eftir að læra það að lífið snýst ekki alltaf um þig, heldur er fólk almennt upptekið af sjálfu sér. Ef einhver segir eitthvað sem særir þig, er nánast öruggt að það tengist einhverju sem er í gangi í þeirra lífi en ekki þér og þínu lífi.

Maður þarf að kunna margt þegar maður er 40 ára.
Maður þarf að kunna margt þegar maður er 40 ára. ThinkstockPhotos
mbl.is

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

05:15 Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

í gær Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »