Svona færðu fleiri „like“

Manuela Ósk Harðardóttir er ein stærsta Instagram-stjarnan á Íslandi og …
Manuela Ósk Harðardóttir er ein stærsta Instagram-stjarnan á Íslandi og veit hvað virkar.

Það er hægara sagt en gert að birta hina fullkomnu mynd á samfélagsmiðlinum Instagram. Instagram er hvað vinsælasti samfélagsmiðillinn um þessar mundir og hefur sótt í sig veðrið á síðustu misserum. Það er margt sem spilar inn í hversu mörg „like“ ein mynd fær á Instagram. Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja fá fleiri hjörtu á myndirnar sínar, og svo kannski fleiri fylgjendur í kjölfarið. 

Vert er þó að taka fram að like endurspegla ekki hvernig manneskja þú ert. Þessar staðreyndir eru fróðlegar og nytsamlegar þeim sem vilja, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að fylgja þessum ráðum. Verum heiðarleg á samfélagsmiðlum og birtum ekki bara glansmyndir af lífi okkar. 

Litir

Það skiptir sköpum í hvaða litatónum myndirnar þínar eru. Rannsóknir sýna að fleiri bregðast jákvætt við bláum lit. Myndir með bláum lit í fá að meðaltali 24 prósent fleiri like. Þú hefur aðeins augabragð til að ná athygli notenda, svo ef þú ert í efa, hafðu bláa tóna á myndinni. 

Filterar

Filterar á myndum eru vandmeðfarnir. Ef þú ert að velkjast í vafa um hvaða filter þú átt að nota ættir þú að nota filterinn „Mayfair“. Myndir með filternum „Mayfair“ hafa fengið flest like á Instagram. Ef þú ert ekki hrifin af útkomunni með filternum, prófaðu að hafa hana filterslausa, þær myndir hafa fengið næst flest like. Það er líka sniðugt að nota myndaforrit eins og whitagram til að birta til á myndinni og ýkja skuggana. 

Fylltu út í skjáinn

Birtu myndir lóðréttar á Instagram. Ekki birta láréttar myndir nema þú hafir klippt þær til. Þú vilt að efnið þitt fylli sem mest út í skjáinn á símanum, og notendur Instagram nota forritið lóðrétt, ekki lárétt. 

Mælt er með því að birta myndir með bláum tónum.
Mælt er með því að birta myndir með bláum tónum. ljósmynd/Pexels

Tímasetning 

Rannsóknir á Instagram sýna að myndir sem eru birtar milli klukkan 22 og 03 á nóttunni fá flest like og athugasemdir. Ástæðan er að á þessum tíma er minni samkeppni. Við mælum þó með að þú prófir nokkrar tímasetningar og finnir hvað virkar best fyrir þig og þinn fylgjendahóp. Það skiptir líka máli hvaða dagur er, en flestar myndir eru birtar á fimmtudögum. Það eru hins vegar myndirnar sem eru birtar á sunnudögum sem fá flest like-in.

Like-aðu myndir hjá öðrum

Ef þú ert að falast eftir fleiri like-um eða fleiri fylgjendum þá getur verið gott ráð að vera dugleg/ur að bregðast við myndum hjá öðrum. Farðu í „Explore“-flipann og finndu nokkrar myndir til að like-a hjá ókunnugu fólki. Lítil tilraun leiddi í ljós að fyrir hver hundrað like færðu 21,7 like til baka og 6 fylgjendur. 

Birtu lóðréttar myndir til að fylla sem mest út í …
Birtu lóðréttar myndir til að fylla sem mest út í skjáinn. ljósmynd/Pexels
mbl.is