Svona færðu fleiri „like“

Manuela Ósk Harðardóttir er ein stærsta Instagram-stjarnan á Íslandi og ...
Manuela Ósk Harðardóttir er ein stærsta Instagram-stjarnan á Íslandi og veit hvað virkar.

Það er hægara sagt en gert að birta hina fullkomnu mynd á samfélagsmiðlinum Instagram. Instagram er hvað vinsælasti samfélagsmiðillinn um þessar mundir og hefur sótt í sig veðrið á síðustu misserum. Það er margt sem spilar inn í hversu mörg „like“ ein mynd fær á Instagram. Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja fá fleiri hjörtu á myndirnar sínar, og svo kannski fleiri fylgjendur í kjölfarið. 

Vert er þó að taka fram að like endurspegla ekki hvernig manneskja þú ert. Þessar staðreyndir eru fróðlegar og nytsamlegar þeim sem vilja, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að fylgja þessum ráðum. Verum heiðarleg á samfélagsmiðlum og birtum ekki bara glansmyndir af lífi okkar. 

Litir

Það skiptir sköpum í hvaða litatónum myndirnar þínar eru. Rannsóknir sýna að fleiri bregðast jákvætt við bláum lit. Myndir með bláum lit í fá að meðaltali 24 prósent fleiri like. Þú hefur aðeins augabragð til að ná athygli notenda, svo ef þú ert í efa, hafðu bláa tóna á myndinni. 

Filterar

Filterar á myndum eru vandmeðfarnir. Ef þú ert að velkjast í vafa um hvaða filter þú átt að nota ættir þú að nota filterinn „Mayfair“. Myndir með filternum „Mayfair“ hafa fengið flest like á Instagram. Ef þú ert ekki hrifin af útkomunni með filternum, prófaðu að hafa hana filterslausa, þær myndir hafa fengið næst flest like. Það er líka sniðugt að nota myndaforrit eins og whitagram til að birta til á myndinni og ýkja skuggana. 

Fylltu út í skjáinn

Birtu myndir lóðréttar á Instagram. Ekki birta láréttar myndir nema þú hafir klippt þær til. Þú vilt að efnið þitt fylli sem mest út í skjáinn á símanum, og notendur Instagram nota forritið lóðrétt, ekki lárétt. 

Mælt er með því að birta myndir með bláum tónum.
Mælt er með því að birta myndir með bláum tónum. ljósmynd/Pexels

Tímasetning 

Rannsóknir á Instagram sýna að myndir sem eru birtar milli klukkan 22 og 03 á nóttunni fá flest like og athugasemdir. Ástæðan er að á þessum tíma er minni samkeppni. Við mælum þó með að þú prófir nokkrar tímasetningar og finnir hvað virkar best fyrir þig og þinn fylgjendahóp. Það skiptir líka máli hvaða dagur er, en flestar myndir eru birtar á fimmtudögum. Það eru hins vegar myndirnar sem eru birtar á sunnudögum sem fá flest like-in.

Like-aðu myndir hjá öðrum

Ef þú ert að falast eftir fleiri like-um eða fleiri fylgjendum þá getur verið gott ráð að vera dugleg/ur að bregðast við myndum hjá öðrum. Farðu í „Explore“-flipann og finndu nokkrar myndir til að like-a hjá ókunnugu fólki. Lítil tilraun leiddi í ljós að fyrir hver hundrað like færðu 21,7 like til baka og 6 fylgjendur. 

Birtu lóðréttar myndir til að fylla sem mest út í ...
Birtu lóðréttar myndir til að fylla sem mest út í skjáinn. ljósmynd/Pexels
mbl.is

Svona gerir þú munngælurnar betri

20:00 Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

17:00 Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

14:00 Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

10:00 „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

05:00 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

Í gær, 23:30 Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

í gær Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

í gær Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

í gær Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

í gær Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

í gær Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

í fyrradag Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

14.2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

14.2. Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

14.2. Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

„Ég fékk nóg af draslinu“

13.2. „Þegar ég var ófrísk af fjórða barninu (árið 2015) fékk ég nóg af magni hluta á heimilinu okkar. Ég hreinlega hringsnerist í kringum sjálfa mig. Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem „á“ að fylgja stórri fjölskyldu.“ Meira »

Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

13.2. „Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“ Meira »

5 mistök sem fólk gerir í sykurleysinu

13.2. Júlía Magnúsdóttir heilusmarkþjálfi segir að mistökin geti verið dýrkeypt þegar kemur að sykurleysi því sykurinn sé svo ávanabindandi. Meira »